Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 14:38 Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“ Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu sögðu þrír læknar nýlega upp á sjúkrahúsinu vegna álags. Heilt yfir segir Hildur hreinlega erfitt að manna sérfræðistöður úti á landi, þar sem þeim fylgi töluvert meira álag en á höfuðborgarsvæðinu. Hildigunnur segir unnið hörðum höndum að því að bæta ástandið og finna fólk í afleysingar um jólin, þar sem útlit sé fyrir að enginn lyflæknir verði á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Sjá einnig: Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags „Auðvitað vonum við að þetta takist og það er okkar helsta markmið, að við náum að manna jólin,“ segir Hildigunnur í samtali við Vísi. Hún segir samt einnig þörf á að horfa lengra til framtíðar. „Það sem ég hef verið að benda á er að það þarf að viðurkenna að það er dýrara að reka heilbrigðisþjónustu úti á landi.“ Hildigunnur segir að taka þurfi pólitískar ákvarðanir með það í huga. Einhvers konar svigrúm þurfi að koma til eins og í formi launaívilnana. „Auðvitað eru líka jákvæð teikn á lofti. Það er fólk sem vill koma til okkar en við þurfum fólk til að standa undir þeim kröfum sem á okkur eru settar varðandi lög og reglur.“ Meiri áskorun að vinna úti á landi Það að fá fólk út á heilbrigðisstarfsfólk út á landsbyggðina hefur verið ákveðið vandamál, samkvæmt Hildigunni. Hún og aðrir telji að þar spili inn í hve mikil sérvæðing sé orðin. Margir vandar fylgi því að fara út á land að vinna sem læknir. „Það er aukið álag á lækninn. Það er aukin ábyrgð, því þú þarft að hafa eftirlit með fjölbreyttari hópi innan þinnar sérgreinar. Svo ertu oft einn á vakt en á meðan þú ert í Reykjavík ertu með fólk í kringum þig og þú getur reitt þig á stuðning annarra kollega,“ segir Hildigunnur. Úti á landi eru einnig færri starfsmenn sem skipta með sér vöktum og það eykur bindingu starfsmanna við vinnustaðinn. „Það er bara meiri áskorun að vera úti á landi.“ Hildigunnur segir Akureyringa hafa reynt að vekja athygli á því og mögulega þurfi að taka á því með að greiða hærri laun úti á landi. „Ég held að sérfræðingar séu svolítið að horfa þið þess að þeir séu hreinlega ekki til í þetta gríðarlega mikla álag sem fylgir því að vera á vakt á sjúkrahúsi eins og Akureyri.“ Hildigunnur segir að á Sjúkrahúsinu sé mikill vilji til að halda úti sérgreinaþjónustunni. Það sé þeirra markmið að sinna samfélaginu eins og mögulega sé hægt. „Það er líka gríðarlega mikilvægt ef við eigum að standa undir því að vera svokallað varasjúkrahús og ekki tekur Landspítalinn á móti öllu álaginu. Það er alveg á hreinu.“
Akureyri Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira