Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 15:05 Katrín Halldóra Sigurðardóttir gengur á bak orða sinna og heldur til eyjunnar fögru í vetur. Vísir/Vilhelm Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum. Katrín Halldóra virtist hafa snert viðkvæma taug í íslensku þjóðinni þegar hún lýsti yfir í hlaðvarpi í upphafi árs að Tenerife væri hræðilegasti staður á jörðu. Hún sagðist ekki munu bíða þess bætur að hafa farið þangað yfir páskana 2022 og að hún ætli þangað aldrei framar. Viðbrögðin keyrðu um þverbak og ljóst var að aðdáendum eyjunnar fögru hér á landi blöskraði. Meðal þeirra sem tjáðu sig var Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi flugfélagsins Play sem sagði félagið hafa boðið henni á fleiri áfangastaði svo hún geti lagt mat sitt á þá. Þá lögðu Egill Helgason og Óttar Proppé einnig orð í belg ásamt fjölda annarra. Þrjár vikur á Tene Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun kom það til tals að í fyrsta sinn á ferlinum sé Katrín Halldóra ekki fastráðin í leikhúsi yfir jólavertíðina. Hún sé því frjáls eins og fuglinn, eins og hún orðar það, og segist stefna á utanlandsferðir. Nánar tiltekið sé hún á leiðinni til Tenerife eftir áramót. „Reyndar verð ég á mínum besta stað Tenerife í janúar og febrúar. Ég er að fara í tökur þar á grínþætti sem heitir Ljúfa líf. Þetta er svona næsta sem ég er að fara að gera eftir áramót að leika fulla konu á Tenerife,“ segir hún og kemur þáttastjórnendum hressilega á óvart. „Ég held að þetta sé einhverjar fimm eða sex tökur allt í allt þarna úti. Ætli ég verði ekki þarna í svona þrjár vikur eða eitthvað. Ég verð orðin bara eins og brúna leðurtaskan þegar ég kem heim,“ segir hún þá. Föðurlandssvikari á einni nóttu Katrín komst ekki hjá því að minnast á fárið sem ummæli hennar umeyjuna sköpuðu síðasta vetur. „Ég var bara orðinn einhver föðurlandssvikari á einni nóttu. Þetta var svo leiðinlegt í alla staði en líka svo fyndið. Ég fór í eitthvað hlaðvarp og var að segja frá því hvað ég hefði spilað illa út úr einhverri ferð og segi í gríni að þetta sé versti staður sem ég hef komið á. Svo er því bara slegið upp í einhverjar fyrirsagnir: „Katrín Halldóra segir Tenerife versta stað á jörðu,““ segir hún og hlær. Ferðalög Kanaríeyjar Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Bakaríið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Katrín Halldóra virtist hafa snert viðkvæma taug í íslensku þjóðinni þegar hún lýsti yfir í hlaðvarpi í upphafi árs að Tenerife væri hræðilegasti staður á jörðu. Hún sagðist ekki munu bíða þess bætur að hafa farið þangað yfir páskana 2022 og að hún ætli þangað aldrei framar. Viðbrögðin keyrðu um þverbak og ljóst var að aðdáendum eyjunnar fögru hér á landi blöskraði. Meðal þeirra sem tjáðu sig var Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi flugfélagsins Play sem sagði félagið hafa boðið henni á fleiri áfangastaði svo hún geti lagt mat sitt á þá. Þá lögðu Egill Helgason og Óttar Proppé einnig orð í belg ásamt fjölda annarra. Þrjár vikur á Tene Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun kom það til tals að í fyrsta sinn á ferlinum sé Katrín Halldóra ekki fastráðin í leikhúsi yfir jólavertíðina. Hún sé því frjáls eins og fuglinn, eins og hún orðar það, og segist stefna á utanlandsferðir. Nánar tiltekið sé hún á leiðinni til Tenerife eftir áramót. „Reyndar verð ég á mínum besta stað Tenerife í janúar og febrúar. Ég er að fara í tökur þar á grínþætti sem heitir Ljúfa líf. Þetta er svona næsta sem ég er að fara að gera eftir áramót að leika fulla konu á Tenerife,“ segir hún og kemur þáttastjórnendum hressilega á óvart. „Ég held að þetta sé einhverjar fimm eða sex tökur allt í allt þarna úti. Ætli ég verði ekki þarna í svona þrjár vikur eða eitthvað. Ég verð orðin bara eins og brúna leðurtaskan þegar ég kem heim,“ segir hún þá. Föðurlandssvikari á einni nóttu Katrín komst ekki hjá því að minnast á fárið sem ummæli hennar umeyjuna sköpuðu síðasta vetur. „Ég var bara orðinn einhver föðurlandssvikari á einni nóttu. Þetta var svo leiðinlegt í alla staði en líka svo fyndið. Ég fór í eitthvað hlaðvarp og var að segja frá því hvað ég hefði spilað illa út úr einhverri ferð og segi í gríni að þetta sé versti staður sem ég hef komið á. Svo er því bara slegið upp í einhverjar fyrirsagnir: „Katrín Halldóra segir Tenerife versta stað á jörðu,““ segir hún og hlær.
Ferðalög Kanaríeyjar Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Bakaríið Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira