Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 16:43 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún. Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Framkvæmdir á nýrri kaffistofu við Grensásveg 46 hafa verið stöðvaðar þar til grenndarkynningu lýkur. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýja kaffistofuna hefur mótmælt opnun hennar í hverfinu. Umræður í íbúahópi hverfisins hafa þó verið yfirburðajákvæðar. Til stóð að nýja kaffistofan hæfi starfsemi um mánaðarmótin næstu en þar sem ekkert verður af því hefur starfsemi hennar verið færð tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Húsnæðið skilgreint sem þjónustusvæði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segist skilja að fylgja þurfi þeim reglum og ferlum sem gilda sé farið af stað í grenndarkynningu en sjálf hefur hún gegnt embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hins vegar hafi lengi legið fyrir að húsnæðið hafi talist þjónustuhúsnæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi. „Það sem ég hins vegar gagnrýni er að það hafi ekki verið gert strax. Ég hef ekki skilið af hverju það þarf að fara í grenndarkynningu af því að miðað við skipulagið sem er í gildi telst þetta vera þjónustusvæði. Þar má vera með verslun og þjónustu og samfélagsþjónustu meðal annars. Við erum samfélagsþjónusta, ef við erum ekki samfélagsþjónusta veit ég ekki hvað er samfélagsþjónusta,“ segir hún. Fréttaflutningur yfirleitt neikvæður Guðrún Ágústa tekur fram að hún sé hvorki sérfræðingur né hlutlaus en að enginn annar veiti þá þjónustu sem Samhjálp veiti. Sömuleiðis hafi því ranglega verið haldið fram í fjölmiðlum að ferja eigi heilu rútufarmana af fólki í kaffistofuna á dag. Raunin sé að boðið verði upp á skutlþjónustu á einum bíl sem rúmi átta manns í einu. „Ég skil alveg að fólk sé áhyggjufullt af því að fréttaflutningurinn um einstaklinga sem sækja okkar þjónustu er iðulega neikvæður. En það hafa líka stigið fram einstaklingar í dag og sagt frá því að þeir hafi þurft að nýta þjónustu okkar áður. Það er fólk sem hefur jafnvel verið í neyslu en er í dag á allt öðrum stað,“ segir Guðrún Ágústa. „Kaffistofan er heldur ekki endastöð. Hún er oft mjög fallegt upphaf í lífi fólks. Við tökum á móti öllum með kærleika og við reynum að aðstoða fólk í þeim aðstæðum sem þeir eru í,“ segir hún.
Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira