Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 08:33 Max Verstappen var kátur eftir kappaksturinn í Las Vegas í nótt og setti upp þessi gleraugu við hlið Lando Norris. Getty/Mark Thompson Max Verstappen vann sinn annan sigur í Las Vegas-kappakstrinum á ferlinum og hélt þar með litlum möguleikum sínum á titlinum lifandi. Spennan helst því áfram í heimsmeistarakeppni ökumanna í formúlu 1. Lando Norris, sem leiðir baráttuna um heimsmeistaratitilinn, varð annar í kappakstrinum í nótt. 42 stigum frá toppnum Það þýðir að þegar aðeins tvær keppnir eru eftir af tímabilinu þá er Norris með þrjátíu stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá McLaren, Oscar Piastri, og 42 stiga forskot á Verstappen. 58 stig eru í pottinum á síðustu tveimur vikum tímabilsins en næsta keppni verður í Katar. Keeping himself in title contention 👏👀 @Max33Verstappen #F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/E7VoJ6DCFw— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen vann þennan kappakstur í nótt með tæplega 21 sekúndu forskoti eftir að Norris lenti í vandræðum með bílinn undir lokin. Það dugði þó ekki til að George Russell, ökumaður Mercedes, næði að stela öðru sætinu af Norris. Endaði síðasta á undanum Norris í ágúst Piastri varð að sætta sig við fjórða sætið en hann var langt á eftir. Hann hefur nú ekki endað á undan liðsfélaga sínum Norris síðan í hollenska kappakstrinum í lok ágúst. Forskot Norris þýðir þó að hann getur tryggt sér titilinn í kappakstrinum í Katar í næstu viku ef forskot hans er 25 stig eða meira að þeim kappakstri loknum. Sigur Verstappens í syndaborginni heldur óvæntum titilvonum hans lifandi í að minnsta kosti eina viku í viðbót. Putting on the shades in the cooldown car 😎✨#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sxzzzpTd1p— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen virtist úr leik eftir sumarfríið en hefur barist aftur inn í titilbaráttuna með einum magnaðasta endaspretti sem hefur sést í Formúlu 1. Hollendingurinn hefur nú unnið fjóra af sjö kappökstrum eftir sumarfríið. Komst fram úr á fyrsta hring Verstappen náði yfirhöndinni í keppninni á laugardagskvöldið strax á fyrsta hring. Norris hafði byrjað á ráspól og færði sig ákveðið yfir brautina til að halda Red Bull-ökumanninum og ríkjandi fjórfalda heimsmeistaranum fyrir aftan sig, en fór svo of djúpt inn í fyrstu beygju. Það gerði Verstappen kleift að komast fram úr Norris í næstu beygju og Russell náði einnig að smeygja sér fram úr honum í annað sætið. Eftir það virtist forysta Verstappen aldrei vera í hættu. McLaren-liðið var bjartsýnt á að ná Verstappen á lokahringjunum, en vandamál með bílinn seint í keppninni varð til þess að Norris dróst verulega aftur úr á lokasprettinum. Verstappen wins, with Norris and Russell rounding out the top-three! 🙌Your points-finishers in Las Vegas ⬇️#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sCcxsu5YqZ— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 GPGuide | Standings : Here we go … 2 races left, and things remain tight & difficult up top … with @LandoNorris getting that much closer to getting his hands on the Drivers’ World Champion trophy. #F1 #LasVegasGP ♠️♥️♣️♦️ pic.twitter.com/ycSgfe4LWe— F1 GPGuide (@GPGuide) November 23, 2025 Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lando Norris, sem leiðir baráttuna um heimsmeistaratitilinn, varð annar í kappakstrinum í nótt. 42 stigum frá toppnum Það þýðir að þegar aðeins tvær keppnir eru eftir af tímabilinu þá er Norris með þrjátíu stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá McLaren, Oscar Piastri, og 42 stiga forskot á Verstappen. 58 stig eru í pottinum á síðustu tveimur vikum tímabilsins en næsta keppni verður í Katar. Keeping himself in title contention 👏👀 @Max33Verstappen #F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/E7VoJ6DCFw— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen vann þennan kappakstur í nótt með tæplega 21 sekúndu forskoti eftir að Norris lenti í vandræðum með bílinn undir lokin. Það dugði þó ekki til að George Russell, ökumaður Mercedes, næði að stela öðru sætinu af Norris. Endaði síðasta á undanum Norris í ágúst Piastri varð að sætta sig við fjórða sætið en hann var langt á eftir. Hann hefur nú ekki endað á undan liðsfélaga sínum Norris síðan í hollenska kappakstrinum í lok ágúst. Forskot Norris þýðir þó að hann getur tryggt sér titilinn í kappakstrinum í Katar í næstu viku ef forskot hans er 25 stig eða meira að þeim kappakstri loknum. Sigur Verstappens í syndaborginni heldur óvæntum titilvonum hans lifandi í að minnsta kosti eina viku í viðbót. Putting on the shades in the cooldown car 😎✨#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sxzzzpTd1p— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 Verstappen virtist úr leik eftir sumarfríið en hefur barist aftur inn í titilbaráttuna með einum magnaðasta endaspretti sem hefur sést í Formúlu 1. Hollendingurinn hefur nú unnið fjóra af sjö kappökstrum eftir sumarfríið. Komst fram úr á fyrsta hring Verstappen náði yfirhöndinni í keppninni á laugardagskvöldið strax á fyrsta hring. Norris hafði byrjað á ráspól og færði sig ákveðið yfir brautina til að halda Red Bull-ökumanninum og ríkjandi fjórfalda heimsmeistaranum fyrir aftan sig, en fór svo of djúpt inn í fyrstu beygju. Það gerði Verstappen kleift að komast fram úr Norris í næstu beygju og Russell náði einnig að smeygja sér fram úr honum í annað sætið. Eftir það virtist forysta Verstappen aldrei vera í hættu. McLaren-liðið var bjartsýnt á að ná Verstappen á lokahringjunum, en vandamál með bílinn seint í keppninni varð til þess að Norris dróst verulega aftur úr á lokasprettinum. Verstappen wins, with Norris and Russell rounding out the top-three! 🙌Your points-finishers in Las Vegas ⬇️#F1 #LasVegasGP pic.twitter.com/sCcxsu5YqZ— Formula 1 (@F1) November 23, 2025 GPGuide | Standings : Here we go … 2 races left, and things remain tight & difficult up top … with @LandoNorris getting that much closer to getting his hands on the Drivers’ World Champion trophy. #F1 #LasVegasGP ♠️♥️♣️♦️ pic.twitter.com/ycSgfe4LWe— F1 GPGuide (@GPGuide) November 23, 2025
Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira