Fótbolti

Pulisic hetjan í Mílanóslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Pulisic fagnar marki sínu með liðsfélaga sínum, Alexis Saelemaekers.
Christian Pulisic fagnar marki sínu með liðsfélaga sínum, Alexis Saelemaekers. Vísir/Getty

Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er AC Milan vann 0-1 sigur gegn nágrönnum sínum í Inter í ítölsku deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Mílanóliðin tvö eru bæði í harðri toppbaráttu í ítölsku deildinni og með sigri hefði Inter endurheimt toppsætið.

Það voru hins vegar gestirnir í AC Milan sem tóku forystuna á 54. mínútu þegar Christian Pulisic kom boltanum í netið.

Heimamenn fengu gullið tækifæri til að jafna metin tuttugu mínútum síðar þegar Marcus Thuram var tekin niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.

Hakan Calhanoglu fór á punktinn, en Mike Maignan varði spyrnuna.

Niðurstaðan varð því 0-1 sigur AC Milan, sem nú situr í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 25 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði Roma. Inter situr hins vegar í fjórða sæti með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×