Handbolti

Alexandra kölluð inn í HM-hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Líf Arnarsdóttir verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta.
Alexandra Líf Arnarsdóttir verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta. hsí

Haukakonan Alexandra Líf Arnarsdóttir hefur verið kölluð inn í hóp Íslands fyrir HM í handbolta sem hefst á miðvikudaginn.

Vegna meiðsla Elísu Elíasdóttur var Alexandra kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Færeyjum á laugardaginn.

Alexandra skoraði eitt mark í leiknum sem Ísland vann með þriggja marka mun, 25-28. Það var þriðji landsleikur Alexöndru.

Ísland mætir heimaliði Þýskalands í fyrsta leik sínum á HM á miðvikudaginn. Serbía og Úrúgvæ eru einnig í C-riðli sem verður leikinn í Porsche-Arena í Stuttgart.

Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð sem Ísland keppir á. Fyrir tveimur árum unnu Íslendingar Forsetabikarinn á HM í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Auk Hauka hefur hin 25 ára Alexandra leikið með HK og Fredrikstad í Noregi. Í vetur hefur Alexandra skorað átján mörk fyrir Hauka í Olís-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×