Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 24. nóvember 2025 20:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að styrkja þurfi EES-samninginn. vÍSIR/ÍVAR FANNAR Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. „Þetta var góður fundur. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál sem er til umræðu. Við fórum vel yfir þetta með tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og stöðu og næstu skref. Við hrósuðum stjórnvöldum fyrir sína hagsmunagæslu í málinu en til viðbótar höfum við og fyrirtækin sjálf staðið vaktina núna í marga mánuði,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar að loknum fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Mjög þungt andrúmsloft á fundum í Brussel „Það var gott að sjá að þó að ákvörðunin væri vonbrigði þá að minnsta kosti hlutu okkar sjónarmið hljómgrunn í Evrópu. Í síðustu viku voru mjög mikilvægir fundir í Brussel þar sem okkar fólk var ásamt ráðherra og þingmönnum þar sem mótmælum var komið rækilega á framfæri á fundum þar sem andrúmsloftið var mjög þungt. Við lögðum mikla áherslu á það að fá skýr skilaboð frá Evrópusambandinu, bæði embættismönnum og pólitíkusum, um það hvort þetta yrði fordæmi, hvort við gætum átt von á því að þetta gerðist aftur. Sem betur fer höfum við fengið skilaboð frá Evrópusambandinu um að svo sé ekki. Þau sjá ekki fyrir sér að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal,“ bætti Sigurður við. Vilja ekki að stjórnvöld svari fyrir sig Sigurður segir að fyrstu viðbrögð frá fulltrúum Evrópusambandsins eftir ákvörðunina hafi verið góð. „Á þeim grunni held ég að verkefnið hjá okkur sé það að styrkja EES-samninginn vegna þess að Evrópa er okkar stærsti markaður. EES-samningurinn er okkar mikilvægasti viðskiptasamningur og við eigum að byggja á honum áfram.“ Samtök iðnaðarins taki ekki undir með þeim sem hafi kallað eftir því að Ísland bregðist við með einhvers konar hefndaraðgerðum gagnvart Evrópusambandinu. Meðal annars hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt til að þingið geri hlé á innleiðingum nýrra EES-gerða í íslensk lög. „Með hliðsjón af viðbrögðum Evrópusambandsins, sem greinilega átta sig á alvarleika málsins sem er gott að finna, þá teljum við ekki rétt að innleiðing til dæmis hökti. Þrátt fyrir að við séum mjög ánægð með hagsmunagæsluna þá teljum við að það þurfi að stórauka hagsmunagæslu gagnvart Evrópu. Það þarf að gerast á vettvangi stjórnmálanna, stjórnvalda en það þarf líka að gerast á vettvangi atvinnulífsins,“ sagði Sigurður að lokum. Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Tengdar fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46 Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Þetta var góður fundur. Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál sem er til umræðu. Við fórum vel yfir þetta með tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og stöðu og næstu skref. Við hrósuðum stjórnvöldum fyrir sína hagsmunagæslu í málinu en til viðbótar höfum við og fyrirtækin sjálf staðið vaktina núna í marga mánuði,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar að loknum fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Mjög þungt andrúmsloft á fundum í Brussel „Það var gott að sjá að þó að ákvörðunin væri vonbrigði þá að minnsta kosti hlutu okkar sjónarmið hljómgrunn í Evrópu. Í síðustu viku voru mjög mikilvægir fundir í Brussel þar sem okkar fólk var ásamt ráðherra og þingmönnum þar sem mótmælum var komið rækilega á framfæri á fundum þar sem andrúmsloftið var mjög þungt. Við lögðum mikla áherslu á það að fá skýr skilaboð frá Evrópusambandinu, bæði embættismönnum og pólitíkusum, um það hvort þetta yrði fordæmi, hvort við gætum átt von á því að þetta gerðist aftur. Sem betur fer höfum við fengið skilaboð frá Evrópusambandinu um að svo sé ekki. Þau sjá ekki fyrir sér að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal,“ bætti Sigurður við. Vilja ekki að stjórnvöld svari fyrir sig Sigurður segir að fyrstu viðbrögð frá fulltrúum Evrópusambandsins eftir ákvörðunina hafi verið góð. „Á þeim grunni held ég að verkefnið hjá okkur sé það að styrkja EES-samninginn vegna þess að Evrópa er okkar stærsti markaður. EES-samningurinn er okkar mikilvægasti viðskiptasamningur og við eigum að byggja á honum áfram.“ Samtök iðnaðarins taki ekki undir með þeim sem hafi kallað eftir því að Ísland bregðist við með einhvers konar hefndaraðgerðum gagnvart Evrópusambandinu. Meðal annars hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar lagt til að þingið geri hlé á innleiðingum nýrra EES-gerða í íslensk lög. „Með hliðsjón af viðbrögðum Evrópusambandsins, sem greinilega átta sig á alvarleika málsins sem er gott að finna, þá teljum við ekki rétt að innleiðing til dæmis hökti. Þrátt fyrir að við séum mjög ánægð með hagsmunagæsluna þá teljum við að það þurfi að stórauka hagsmunagæslu gagnvart Evrópu. Það þarf að gerast á vettvangi stjórnmálanna, stjórnvalda en það þarf líka að gerast á vettvangi atvinnulífsins,“ sagði Sigurður að lokum.
Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Tengdar fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46 Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24. nóvember 2025 16:46
Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. 20. nóvember 2025 12:39