Erlent

Gerðu loft­á­rásir á báða bóga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slökkviliðsmenn berjast við eld í Kænugarði.
Slökkviliðsmenn berjast við eld í Kænugarði. AP/Efrem Lukatsky

Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum.

Viðbragðsaðilar í borginni segja að tveir hafi látið lífið hið minnsta og sex hafi særst. Hin látnu voru í íbúðum sínum í háhýsum á bökkum Dnipro árinnar, sem rennur í gegnum borgina. 

Rússar segja svo á móti að þrír hafi látist í landamærahéruðunum Krasnodar og Rostov og er fullyrt að 249 úkraínskir drónar hafi verið skotnir niður af loftvörnum Rússa. 

Héraðsstjórinn í Krasnodar segir að árás Úkraínumanna hafi verið ein sú harðasta og lengsta í stríðinu til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×