Innlent

Svarar til saka því barn í hans um­sjá komst í hlaupbangsa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nokkur mál hafa komið upp hér á landi undanfarin ár þar sem börn hafa komist í hlaupbangsa með kannabisefni.
Nokkur mál hafa komið upp hér á landi undanfarin ár þar sem börn hafa komist í hlaupbangsa með kannabisefni. Vísir/Einar

Karlmaður búsettur á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að setja líf og heilsu ungs drengs í augljósan háska. Drengurinn innbyrti hlaupbangsa með skelfilegum afleiðingum.

Málið kom upp árið 2023 á laugardegi þegar hann skildi eftir hlaupbangsa sem innihéldu kannabis á glámbekk. Drengurinn komst í bangsana og innbyrti tvo til þrjá þeirra. 

Afleiðingarnar voru þær að drengurinn missti meðvitund og hlaut eitrun. Hann var fluttur með forgangi í sjúkrabíl á Landspítalann þar sem hann var lagður inn á gjörgæslu vegna alvarlegrar meðvitundarskerðingar.

Drengurinn svaraði á þeim tíma aðeins sársaukafullu áreiti og var með merki eitrunar. Þvagsýni gaf til kynna að drengurinn væri undir áhrifum kannabis.

Maðurinn er sagður hafa með ófyrirleitnum hætti stofnað lífi og heilsu drengsins í augljósan háska og vanrækt umönnun hans þannig að lífi og heilsu hans var hætta búin.

Þá er karlmaðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft á heimili sínu grömm af kannabisblönduðu efni og 50 grömm af kannabislaufum.



Tengdar fréttir

Börnin sem borðuðu kanna­bis-bangsana enn á spítala

Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega.

Hand­teknir vegna gruns um sölu á fíkni­efna­hlaup­böngsum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði.

Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða

Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×