Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 22:03 Pierre Emerick Aubameyang var maður leiksins hjá Marseille í kvöld. Getty/Franco Arland Newcastle varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Marseille í Frakklandi í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þar sem hinn 36 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk heimamanna. Sjö leikjum var að ljúka. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona eins og lesa má um hér, og Leverkusen ekki síðri 2-0 útisigur gegn Manchester City. Útlitið var gott hjá þriðja enska liðinu, Newcastle, eftir að sjóðheitur Harvey Barnes skoraði á sjöttu mínútu í Frakklandi. Aubameyang jafnaði hins vegar metin í byrjun seinni hálfleiks og nýtti svo hraða sinn til að skora annað strax í kjölfarið, eftir skelfilega skógarferð Nick Pope. Í kuldanum á gervigrasi Bodö/Glimt í Noregi var mikil dramatík í lokin, þegar Juventus vann 3-2 sigur. Heimamenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 87. mínútu en Jonathan David reyndist hetja gestanna með sigurmarki í uppbótartíma. Það var kuldalegt í Bodö í kvöld en Juventus-menn spjöruðu sig þó ágætlega.Getty/David Lidstrom Bodö/Glimt er aðeins með tvö stig eftir fimm leiki en Juventus er nú með sex stig í 21. sæti. Scott McTominay kom Napoli yfir gegn Qarabag og átti einnig stóran þátt í seinna markinu, í 2-0 sigri, en það var sjálfsmark Marko Jankovic. Liðin eru nú bæði með sjö stig í 14.-18. sæti. Slavia Prag og Athletic Bilbao gerðu svo markalaust jafntefli í Tékklandi. Staðan í deildinni skýrist svo betur annað kvöld þegar fimmtu umferðinni lýkur með sannkallaðri veislu, þar sem Arsenal mætir Bayern í toppslag, PSG tekur á móti Tottenham, Liverpool mætir PSV, og Atlético Madrid mætir Inter, svo eitthvað sé nefnt. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona eins og lesa má um hér, og Leverkusen ekki síðri 2-0 útisigur gegn Manchester City. Útlitið var gott hjá þriðja enska liðinu, Newcastle, eftir að sjóðheitur Harvey Barnes skoraði á sjöttu mínútu í Frakklandi. Aubameyang jafnaði hins vegar metin í byrjun seinni hálfleiks og nýtti svo hraða sinn til að skora annað strax í kjölfarið, eftir skelfilega skógarferð Nick Pope. Í kuldanum á gervigrasi Bodö/Glimt í Noregi var mikil dramatík í lokin, þegar Juventus vann 3-2 sigur. Heimamenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 87. mínútu en Jonathan David reyndist hetja gestanna með sigurmarki í uppbótartíma. Það var kuldalegt í Bodö í kvöld en Juventus-menn spjöruðu sig þó ágætlega.Getty/David Lidstrom Bodö/Glimt er aðeins með tvö stig eftir fimm leiki en Juventus er nú með sex stig í 21. sæti. Scott McTominay kom Napoli yfir gegn Qarabag og átti einnig stóran þátt í seinna markinu, í 2-0 sigri, en það var sjálfsmark Marko Jankovic. Liðin eru nú bæði með sjö stig í 14.-18. sæti. Slavia Prag og Athletic Bilbao gerðu svo markalaust jafntefli í Tékklandi. Staðan í deildinni skýrist svo betur annað kvöld þegar fimmtu umferðinni lýkur með sannkallaðri veislu, þar sem Arsenal mætir Bayern í toppslag, PSG tekur á móti Tottenham, Liverpool mætir PSV, og Atlético Madrid mætir Inter, svo eitthvað sé nefnt.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira