„Þær eru með frábæran línumann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 08:01 Arnar Pétursson hefur úr öðrum leikmönnum að moða á HM en á síðustu stórmótum. vísir / ívar Eftir tap í opnunarleiknum á HM í handbolta tekur annað erfitt verkefni við hjá stelpunum okkar í dag, í formi Serbíu, þar sem sérstakar gætur þarf að hafa á línumanninum. „Þær eru massívar, sterkar líkamlega, grimmar varnarlega, það er mikill þungi í öllum árásunum hjá þeim og þær eru með frábæran línumann sem að hefur verið í toppklassa undanfarin ár. Þær reyna mikið að búa til svæði fyrir hana og dæla miklu inn á hana“ segir landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Pétursson, um andstæðing kvöldsins. Línumaðurinn sem um ræðir er Dragana Cvijic, 35 ára og 183 sentimetra leikmaður Ferencvarosi í Ungverjalandi. Hún var valin besti línumaður HM 2013, þegar Serbía vann silfur, og var einnig besti línumaður Meistaradeildarinnar 2018. Cvijic hætti í landsliðinu fyrir nokkrum árum en sneri aftur, ásamt Andreu Lekic og núverandi fyrirliðanum Katarinu Krpez-Slezak, eftir HM 2023 þar sem Serbía náði sögulega slökum árangri sem varð til þess að þjálfarinn var rekinn. Andrea Lekic mun hins vegar ekki kljást við stelpurnar okkar inni á vellinum í kvöld, hún lagði skóna á hilluna eftir að Serbía tryggði sér sætið á HM og er hluti af þjálfarateymi liðsins. Klippa: Arnar ánægður með frammistöðuna og spenntur fyrir Serbíu Íslandi gæti þá borist liðsstyrkur á línuna, til að hjálpa til við að stöðva hina ógnarsterku Cvijic. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. „Við eigum eftir að taka endanlega ákvörðun um það en hún kemur mjög vel út úr öllum testum og er heil“ sagði Arnar en sextán manna leikmannahópur Íslands fyrir leik kvöldsins verður tilkynntur síðar í dag. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
„Þær eru massívar, sterkar líkamlega, grimmar varnarlega, það er mikill þungi í öllum árásunum hjá þeim og þær eru með frábæran línumann sem að hefur verið í toppklassa undanfarin ár. Þær reyna mikið að búa til svæði fyrir hana og dæla miklu inn á hana“ segir landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Pétursson, um andstæðing kvöldsins. Línumaðurinn sem um ræðir er Dragana Cvijic, 35 ára og 183 sentimetra leikmaður Ferencvarosi í Ungverjalandi. Hún var valin besti línumaður HM 2013, þegar Serbía vann silfur, og var einnig besti línumaður Meistaradeildarinnar 2018. Cvijic hætti í landsliðinu fyrir nokkrum árum en sneri aftur, ásamt Andreu Lekic og núverandi fyrirliðanum Katarinu Krpez-Slezak, eftir HM 2023 þar sem Serbía náði sögulega slökum árangri sem varð til þess að þjálfarinn var rekinn. Andrea Lekic mun hins vegar ekki kljást við stelpurnar okkar inni á vellinum í kvöld, hún lagði skóna á hilluna eftir að Serbía tryggði sér sætið á HM og er hluti af þjálfarateymi liðsins. Klippa: Arnar ánægður með frammistöðuna og spenntur fyrir Serbíu Íslandi gæti þá borist liðsstyrkur á línuna, til að hjálpa til við að stöðva hina ógnarsterku Cvijic. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. Elísa Elíasdóttir er búin að jafna sig af meiðslum í öxlinni, sem hún varð fyrir í leik Vals og Blomberg/Lippe skömmu fyrir HM. „Við eigum eftir að taka endanlega ákvörðun um það en hún kemur mjög vel út úr öllum testum og er heil“ sagði Arnar en sextán manna leikmannahópur Íslands fyrir leik kvöldsins verður tilkynntur síðar í dag. Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira