Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 13:07 Mennirnir tveir voru búnir að gefast upp og sýna að þeir voru ekki vopnaðir eða með sprengjur þegar þeir voru skotnir. AP/Palestine TV Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira