Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 15:01 Frá lögreglustöðinni í Árósum í Danmörku. Vísir/Elín Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í samtals 34 ár í fangelsi í Danmörku fyrir morð, vopnalagabrot og gróft ofbeldi sem leiddi til dauða 19 ára manns sem fjórmenningarnir gengu í skrokk á í fyrra. Tveir mannanna hafa jafnframt verið dæmdir til brottvísunar frá Danmörku auk endurkomubanns. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir ýmis eggvopn þegar þeir réðu fórnarlambi sínu bana með hrottalegum hætti. Dómur var kveðinn upp yfir fjórmenningunum í Árósum í dag en margir hafa fylgst með réttarhöldum undanfarinn mánuð og hefur þurft að nýta auka réttarsali til að rúma allan mannskapinn auk þess sem fólk hefur beðið í röðum eftir að komast að, að því er fram kemur í umfjöllun TV 2 á Austur-Jótlandi. Það var laust eftir miðnætti þann 15. desember í norðurhluta Árósa í fyrra sem mennirnir fjórir réðust á hinn nítján ára með vopnum með þeim afleiðingum að hann lést. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir nokkur eggvopn, bæði hníf, öxi og sveðju. Árásin var skipulögð en mennirnir veittust að þeim nítján ára skammt utan við heimili hans þar sem hann var staddur ásamt vini sínum. Heyrði öskur sonar síns sem var ekki hið ætlaða fórnarlamb Hins vegar kemur fram í umfjöllun danskra miðla að fram hafi komið við réttarhöld að mennirnir hafi ætlað sér að ráðast á annan mann enn þann sem þeir réðu bana. Ætlunin hafi verið að hefna öðrum ungum manni, vini hins látna, en þeir hafi ekki fundið viðkomandi og því ráðist á vininn. Fjórmenningarnir létu hins vegar endurtekin, högg og spörk dynja á fórnarlambinu auk þess að stinga hann í hrygg, fótleggi, hendur og afturenda með eggvopnum. „Ég heyrði öskrin í syni mínum,“ hefur TV 2 eftir móður hins látna sem býr í blokkinni hvar árásin átti sér stað fyrir utan. Dæmdir í sex til tólf ára fangelsi Fjórmenningarnir hafa verið í gæsluvarðhaldi á meðan málið hefur verið fyrir dómstólum og var dómur kveðinn upp í morgunn. Hinn 28 ára Mahad Jama Isak var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir manndráp auk þess sem honum verður brottvísað frá Danmörku. Yngri bróðir hans, hinn 21 ára Abdiasis Jama sætir einnig brottvísun og hlýtur átta ára fangelsisdóm. Þá hlýtur hinn 21 árs Salahudin Abdi átta sömuleiðis átta ára fangelsisdóm og sá yngsti, hinn 18 ára Viktor Schlüter Jørgensen, fær sex ára dóm fyrir ofbeldi sem leiddi til dauða. Allir sakborningar hyggjast gefa sér umhugsunarfrest um að áfrýja dómnum. Danmörk Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp yfir fjórmenningunum í Árósum í dag en margir hafa fylgst með réttarhöldum undanfarinn mánuð og hefur þurft að nýta auka réttarsali til að rúma allan mannskapinn auk þess sem fólk hefur beðið í röðum eftir að komast að, að því er fram kemur í umfjöllun TV 2 á Austur-Jótlandi. Það var laust eftir miðnætti þann 15. desember í norðurhluta Árósa í fyrra sem mennirnir fjórir réðust á hinn nítján ára með vopnum með þeim afleiðingum að hann lést. Við verknaðinn nýttu árásarmennirnir nokkur eggvopn, bæði hníf, öxi og sveðju. Árásin var skipulögð en mennirnir veittust að þeim nítján ára skammt utan við heimili hans þar sem hann var staddur ásamt vini sínum. Heyrði öskur sonar síns sem var ekki hið ætlaða fórnarlamb Hins vegar kemur fram í umfjöllun danskra miðla að fram hafi komið við réttarhöld að mennirnir hafi ætlað sér að ráðast á annan mann enn þann sem þeir réðu bana. Ætlunin hafi verið að hefna öðrum ungum manni, vini hins látna, en þeir hafi ekki fundið viðkomandi og því ráðist á vininn. Fjórmenningarnir létu hins vegar endurtekin, högg og spörk dynja á fórnarlambinu auk þess að stinga hann í hrygg, fótleggi, hendur og afturenda með eggvopnum. „Ég heyrði öskrin í syni mínum,“ hefur TV 2 eftir móður hins látna sem býr í blokkinni hvar árásin átti sér stað fyrir utan. Dæmdir í sex til tólf ára fangelsi Fjórmenningarnir hafa verið í gæsluvarðhaldi á meðan málið hefur verið fyrir dómstólum og var dómur kveðinn upp í morgunn. Hinn 28 ára Mahad Jama Isak var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir manndráp auk þess sem honum verður brottvísað frá Danmörku. Yngri bróðir hans, hinn 21 ára Abdiasis Jama sætir einnig brottvísun og hlýtur átta ára fangelsisdóm. Þá hlýtur hinn 21 árs Salahudin Abdi átta sömuleiðis átta ára fangelsisdóm og sá yngsti, hinn 18 ára Viktor Schlüter Jørgensen, fær sex ára dóm fyrir ofbeldi sem leiddi til dauða. Allir sakborningar hyggjast gefa sér umhugsunarfrest um að áfrýja dómnum.
Danmörk Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira