Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 15:36 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Andríj Jermak, starfsmannastjóri hans (lengst til hægri) nærri víglínunni í Úkraínu í fyrra. AP/Forsetaembætti Úkraínu Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. Í morgun bárust fregnir af því að rannsakendur andspillingarstofanna í Úkraínu hefðu gert húsleit heima hjá Jermak og á skrifstofu hans. Umrætt spillingarmál snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu en dómsmálaráðherra og orkumálaráðherra Úkraínu hafa verið reknir vegna málsins. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hann hefur verið sakaður um að stýra áreitni í garð þeirra sem rannsaka spillingu í Úkraínu. Æ fleiri hafa kallað eftir brottreksti hans. Þar á meðal eru þingmenn og jafnvel þingmenn úr flokki Selenskís. Sjá einnig: Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Í ávarpi sem Selenskí birti skömmu eftir klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, sagði hann meðal annars að hann myndi hefja viðræður á morgun um breytingar á skrifstofu forsetaembættisins og hefja leit að nýjum starfsmannastjóra. Russia is eager for Ukraine to make mistakes. We won’t make any. Our work goes on. Our struggle goes on. We have no right to fall short, no right to retreat or turn on one another. If we lose our unity, we risk losing everything – ourselves, Ukraine, and our future. We must stand… pic.twitter.com/EQ3Pu7R9Q5— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 28, 2025 Jermak hefur spilað stóra rullu í friðarviðræðum síðustu daga og hefur spillingarmálið gert hlutverk hans þar umdeildara. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að hann vildi að bandamenn Úkraínu hefðu engar efasemdir og það spilaði inn í af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Í morgun bárust fregnir af því að rannsakendur andspillingarstofanna í Úkraínu hefðu gert húsleit heima hjá Jermak og á skrifstofu hans. Umrætt spillingarmál snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu en dómsmálaráðherra og orkumálaráðherra Úkraínu hafa verið reknir vegna málsins. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hann hefur verið sakaður um að stýra áreitni í garð þeirra sem rannsaka spillingu í Úkraínu. Æ fleiri hafa kallað eftir brottreksti hans. Þar á meðal eru þingmenn og jafnvel þingmenn úr flokki Selenskís. Sjá einnig: Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Í ávarpi sem Selenskí birti skömmu eftir klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, sagði hann meðal annars að hann myndi hefja viðræður á morgun um breytingar á skrifstofu forsetaembættisins og hefja leit að nýjum starfsmannastjóra. Russia is eager for Ukraine to make mistakes. We won’t make any. Our work goes on. Our struggle goes on. We have no right to fall short, no right to retreat or turn on one another. If we lose our unity, we risk losing everything – ourselves, Ukraine, and our future. We must stand… pic.twitter.com/EQ3Pu7R9Q5— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 28, 2025 Jermak hefur spilað stóra rullu í friðarviðræðum síðustu daga og hefur spillingarmálið gert hlutverk hans þar umdeildara. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að hann vildi að bandamenn Úkraínu hefðu engar efasemdir og það spilaði inn í af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39