Körfubolti

Stólarnir með annan sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stólarnir eru búnar að vinna tvo leiki í röð.
Stólarnir eru búnar að vinna tvo leiki í röð. @mfl.kvktindastoll

Tindatóll vann sinn annan leik í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar nýliðar Ármanns mættu á Krókinn.

Stólarnir voru miklu betri og unnu á endanum með sautján stiga mun, 83-66.

Tindastóll var nítján stigum yfir í hálfleik, 50-31, eftir að hafa unnið bæði fyrsta og annan leikhluta.

Seinni hálfleikurinn var formsatriði því löngu var orðið ljóst að þetta væri ekki kvöld gestanna úr Laugardalnum. Ármann náði aðeins að laga stöðuna undir lokin.

Þetta var aðeins þriðji sigur Stólanna á tímabilinu en tveir af þeim hafa komið í síðustu tveimur leikjum.

Madison Sutton skilaði 20 stigum og 17 fráköstum en Marta Hermida gældi við þrennuna með 25 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum. Oceane Kounkou var með 14 stig en stigahæsta íslenska stelpan var Inga Sólveig Sigurðardóttir með átta stig.

Jónína Þórdís Karlsdóttir skoraði 18 stig fyrir Ármann og Khiana Johnson var með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×