Handbolti

Fær­eysku stelpurnar unnu Spán: Sögu­leg stund fyrir Fær­eyjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Færeysku stelpurnar unnu sögulegan sigur í kvöld.
Færeysku stelpurnar unnu sögulegan sigur í kvöld. EPA/GEORGIOS KEFALAS

Færeyska kvennalandsliðið í handbolta vann óvæntan sigur á Spánverjum á heimsmeistaramóti kvenna í Þýskalandi í kvöld.

Færeyjar unnu leikinn með tveggja marka mun, 27-25, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14-11.

Færeyska liðið átti frábæran seinni hálfleik sem liðið vann 16-11 og þar með leikinn með tveimur mörkum.

Færeysku stelpurnar skoruðu fimm af sex síðustu mörkunum en tvö síðustu mörkin skoraði hin frábæra Jana Mittún.

Þetta er sögulegur sigur enda fyrsti sigur færeysku handboltakvennanna á stórmóti í sögunni en þær náðu ekki að vinna leik á EM í fyrra sem var þeirra fyrsta stórmót.

Pernille Brandenborg skoraði sjö mörk úr sjö skotum og Jana Mittún var með sex mörk og fjórar stoðsendingar. Súna Hansen skoraði fjögur mörk. Rakul Wardum var öflug í markinu með 15 skot varim.

Hjá spænska landsliðinu var Danila Patricia So Delgado-Pinto atkvæðamest með sjö mörk.

Færeyjar töpuðu á móti Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á mótinu á meðan Spánverjar unnu Paragvæ örugglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×