Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Jón Ísak Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. nóvember 2025 00:05 Vísir/Ívar Fannar Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. Flensufaraldur gengur nú yfir landið og eru veikindi töluverð í samfélaginu. Tuttugu og einn lá inni á sjúkrahúsi í síðustu viku vegna inflúensunnar og álagið á heilsugæslustöðvum hefur verið mikið. Á Læknavaktinni hefur verið gripið til aðgerða vegna álags. „Já við höfum fundið síðustu 2-3 vikurnar að það hefur verið stígandi aðsókn, þannig við erum búin að manna aukavaktalínu, og við erum í raun að fullnýta húsnæðið og erum með átta lækna á vakt þegar við byrjum kl 17,“ segir Gunnlaugur. Flensan sé óvenju skæð og snemma á ferðinni. „Já inflúensan núna er allavegana mánuði á undan því sem hún yfirleitt er, og er að koma mjög bratt inn núna.“ „Það helgast af því að flensuveiran breytir sér, og eftir því sem hún breytir sér meira, þá verður hún skæðari, og nú hefur það gerst á síðast ári að hún hefur breytt sér.“ „Nú eru meiri veikindi, alvarlegri veikindi, langdregnari veikindi.“ Slíkt gerist á um það bil tíu ára fresti. „Já allavegana á nokkura ára fresti, tíu ára fresti, svínaflensan var 2009, og nú er breyting í veirunni eins og við þekkjum frá covid, covid veiran var alltaf að breytast, flensan gerir þetta líka bara ekki eins hratt.“ Það sem hrái fólk að þessu sinni sé hár hiti með beinverkjum, hálssærindum, þurrum hörðum hósta, og besta ráðið við því sé að taka lífinu með ró, hvíla sig vel, og nota hitalækkandi. Gunnlaugur hvetur fólk til að hringja í vaktsímann áður en það lítur við á Læknavaktinni, á meðan álagið er eins og það er, og hvetur fólk jafnframt til að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Flensufaraldur gengur nú yfir landið og eru veikindi töluverð í samfélaginu. Tuttugu og einn lá inni á sjúkrahúsi í síðustu viku vegna inflúensunnar og álagið á heilsugæslustöðvum hefur verið mikið. Á Læknavaktinni hefur verið gripið til aðgerða vegna álags. „Já við höfum fundið síðustu 2-3 vikurnar að það hefur verið stígandi aðsókn, þannig við erum búin að manna aukavaktalínu, og við erum í raun að fullnýta húsnæðið og erum með átta lækna á vakt þegar við byrjum kl 17,“ segir Gunnlaugur. Flensan sé óvenju skæð og snemma á ferðinni. „Já inflúensan núna er allavegana mánuði á undan því sem hún yfirleitt er, og er að koma mjög bratt inn núna.“ „Það helgast af því að flensuveiran breytir sér, og eftir því sem hún breytir sér meira, þá verður hún skæðari, og nú hefur það gerst á síðast ári að hún hefur breytt sér.“ „Nú eru meiri veikindi, alvarlegri veikindi, langdregnari veikindi.“ Slíkt gerist á um það bil tíu ára fresti. „Já allavegana á nokkura ára fresti, tíu ára fresti, svínaflensan var 2009, og nú er breyting í veirunni eins og við þekkjum frá covid, covid veiran var alltaf að breytast, flensan gerir þetta líka bara ekki eins hratt.“ Það sem hrái fólk að þessu sinni sé hár hiti með beinverkjum, hálssærindum, þurrum hörðum hósta, og besta ráðið við því sé að taka lífinu með ró, hvíla sig vel, og nota hitalækkandi. Gunnlaugur hvetur fólk til að hringja í vaktsímann áður en það lítur við á Læknavaktinni, á meðan álagið er eins og það er, og hvetur fólk jafnframt til að láta bólusetja sig fyrir flensunni.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira