Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. nóvember 2025 23:15 Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Tapið gegn Serbíu í kvöld var eins svekkjandi og hugsast getur. Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Sjá meira
Hafdís Renötudóttir var rænd þjóðhetjustimpli af hornamönnum Íslands en hún varði tíu skot í seinni hálfleik, fimm þeirra í röð þar sem hún læsti rammanum í tæpar tíu mínútur. Á þeim kafla tókst Íslandi að minnka muninn niður í eitt mark, eftir að hafa verið mest sjö mörkum undir. Ekkert gaf þess merki í fyrri hálfleik að leikurinn yrði spennandi á lokamínútunum, jú stelpurnar okkar byrjuðu ágætlega en voru fljótar að missa Serbana fram úr sér, vörnin var oft hryllileg í fyrri hálfleik og skotnýting Serbíu tæp níutíu prósent. Viðsnúningurinn í seinni hálfleik var hins vegar rosalegur og Hafdís átti stærstan þátt í honum, þó hún sé sjálf hógvær og hafi hrósað öllu liðinu eftir leik. Þar með er ekki sagt að liðið allt eigi hrósið ekki skilið, þegar vel gekk voru þær allar með tölu frábærar. Svona frammistaða sýnir hvað í þessu liði býr og gerir fólk spennt fyrir framtíðinni. „Þetta er bara rétt að byrja. Ímyndið ykkur hvað við getum orðið góðar eftir nokkur ár ef við höldum í þennan hóp“ sagði hin 21 árs Elísa Elíasdóttir réttilega um þetta landslið sem er með meðalaldur upp á 24 ár. Á endanum tapaðist þessi þrusuleikur á tveimur klúðruðum færum hjá stelpunum okkar undir blálok leiks, sem er samt svo fallegt. Að hafa verið í þannig séns að geta jafnað og jafnvel unnið. Eftir mjög slakan fyrri hálfleik hefði allavega verið auðveldara að gefast bara upp. Svo er alveg hægt að færa rök fyrir því að betra liðið hafi bara unnið leikinn, karma kemur víst alltaf á endanum. Serbneski markmaðurinn átti einfaldlega tvær frábærar vörslur, sem skiluðu þeim sigri og jöfnuðu út þennan ótrúlega kafla Hafdísar. Þórey Anna verður allavega aldrei skömmuð fyrir þessi skot, svona er handboltinn bara grimmur, hún skoraði líka mark úr mun erfiðara færi sem minnkaði muninn í eitt mark og gaf Íslandi þennan séns. Dana Björg í vinstra horninu klúðraði úr hraðaupphlaupi sem hefði jafnað leikinn fjórum mínútum áður. Hin og þessi, allar áttu þær slæmt skot eða slaka sendingu sem stuðlaði að tapinu. Töp í fyrstu tveimur leikjunum voru viðbúin hjá þessu unga og reynslulita landsliði en frammistöðurnar hafa farið fram úr væntingum. Yfirlýst markmið var og er enn að vinna Úrúgvæ á sunnudaginn og komast áfram í milliriðilinn í Dortmund. Stelpurnar okkar fara sársvekktar á koddann í kvöld en munu, með svona áframhaldi, fagna sigri gegn arfaslöku liði Úrúgvæ á sunnudag og vera í frábærum séns á fleiri sigrum í milliriðlinum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Sjá meira