Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2025 23:02 Ívar Kjartansson er annar eigenda Neskju. Vísir Eigandi konfektgerðar hikaði ekki þegar tækifæri gafst á að opna nýja verslun og framleiðslu í Grindavík. Hann segist finna fyrir gleði bæjarbúa að ný atvinnustarfsemi opni í bænum. Konfektgerðin Neskja opnaði verslun nýverið í Grindavík en þar er framleitt handverkskonfekt frá grunni. Á bakvið fyrirtækið eru matreiðslumaðurinn Ívar Kjartansson og eiginkona hans Kung sem er súkkulaðigerðarmeistari. Þau hikuðu ekki þegar tækifæri gafst á að fá húsnæði undir starfsemina í Grindavík. „Af hverju ekki? Hér er geggjað að vera, fallegur staður og yndislegt fólk. Við vildum alltaf hafa þetta á Suðurnesjum og vorum búin að leita að húsnæði og gekk illa.“ Á fjörugum föstudegi í Grindavík bauðst gestum og gangandi að smakka konfektið.Vísir “Svo duttum við inn á þetta hér og stukkum á það um leið og höfum aldrei litið til baka,“ sagði Ívar í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Bara byrjunin Töluverðan búnað þarf til að koma framleiðslu sem þessari af stað, meðal annars stærðarinnar steypuhrærivél en fjölskylda Ívars hefur að miklu leyti séð sjálf um að standsetja húsnæðið. Verslunin er staðsett í Grindavík.Vísir „Við erum ekki komin með allt sem þarf, við ætlum að byrja smátt og byrja með þessar vörur og þetta eru svona steinvölur, súkkulaðivölur. Þetta er byrjunin og svo er vonin að við getum stækkað og búið til meira.“ Fullt út úr dyrum á opnunardeginum Verslunin opnaði á fjörugum föstudegi síðastliðinn föstudag í Grindavík og eins og sjá má var nánast fullt út úr dyrum í versluninni. Viðtökur hafa verið framar vonum og Ívar segir fólk í bænum ánægt með að ný atvinnustarfsemi sé að fara af stað í bænum. „Við höfum fundið fyrir því og rosalega ánægjulegt að vera hingað komin og við erum rosalega þakklát að vera komin hingað til grindavíkur og spennt fyrir framtíðinni,“ sagði Ívar að lokum. Verslun Sælgæti Grindavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Konfektgerðin Neskja opnaði verslun nýverið í Grindavík en þar er framleitt handverkskonfekt frá grunni. Á bakvið fyrirtækið eru matreiðslumaðurinn Ívar Kjartansson og eiginkona hans Kung sem er súkkulaðigerðarmeistari. Þau hikuðu ekki þegar tækifæri gafst á að fá húsnæði undir starfsemina í Grindavík. „Af hverju ekki? Hér er geggjað að vera, fallegur staður og yndislegt fólk. Við vildum alltaf hafa þetta á Suðurnesjum og vorum búin að leita að húsnæði og gekk illa.“ Á fjörugum föstudegi í Grindavík bauðst gestum og gangandi að smakka konfektið.Vísir “Svo duttum við inn á þetta hér og stukkum á það um leið og höfum aldrei litið til baka,“ sagði Ívar í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Bara byrjunin Töluverðan búnað þarf til að koma framleiðslu sem þessari af stað, meðal annars stærðarinnar steypuhrærivél en fjölskylda Ívars hefur að miklu leyti séð sjálf um að standsetja húsnæðið. Verslunin er staðsett í Grindavík.Vísir „Við erum ekki komin með allt sem þarf, við ætlum að byrja smátt og byrja með þessar vörur og þetta eru svona steinvölur, súkkulaðivölur. Þetta er byrjunin og svo er vonin að við getum stækkað og búið til meira.“ Fullt út úr dyrum á opnunardeginum Verslunin opnaði á fjörugum föstudegi síðastliðinn föstudag í Grindavík og eins og sjá má var nánast fullt út úr dyrum í versluninni. Viðtökur hafa verið framar vonum og Ívar segir fólk í bænum ánægt með að ný atvinnustarfsemi sé að fara af stað í bænum. „Við höfum fundið fyrir því og rosalega ánægjulegt að vera hingað komin og við erum rosalega þakklát að vera komin hingað til grindavíkur og spennt fyrir framtíðinni,“ sagði Ívar að lokum.
Verslun Sælgæti Grindavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira