Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 2. desember 2025 09:00 Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það eru tækifæri til hagræðingar í rekstri Reykjavíkurborgar en miðstöðvar borgarinnar ættu ekki að vera fyrsti staðurinn sem hagrætt er á. Í breytingartillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 leggja þau fram hugmynd um að leggja niður miðstöðvar borgarinnar og stofna í stað þeirra annars vegar Fjölskyldumiðstöð og hins vegar Miðstöð virkni og ráðgjafar. Þessi tillaga Framsóknarflokksins svarar ekki þeim vanda sem börn og foreldrar standa frammi fyrir. Tillagan er í besta falli loforð um nýtt skipurit en ekki styttri biðlista, fleiri sérfræðinga í málefnum barna og ungmenna eða betra stuðningsnet í skólum. Það er erfitt að sjá hvernig það að leggja niður fjórar einingar og stofna tvær nýjar muni gera þjónustuna skilvirkari eða aðgengilegri. Slíkar kerfisbreytingar kalla á endurskipulagningu, óvissu og millibilsástand sem mun ekki reynast vel. Á meðan sitja börn og foreldrar eftir og bíða. Tillagan talar um hagræðingu upp á 690 milljónir króna án þess að skýrt sé hvaðan sú upphæð á að koma og því er ótrúverðugt að halda því fram að hægt sé að hagræða án þess að skera niður raunverulega þjónustu. Þá felur tillagan einnig í sér að aukin áhersla verði lögð á að starfsfólk miðstöðvanna nýti húsnæði borgarinnar úti í hverfunum fyrir ráðgjöf og aðra þjónustu. Ættum við ekki einmitt að efla starfsemi miðstöðvanna, sem eru nú þegar í hverfum borgarinnar, í stað þess að fækka þeim niður í tvær? Börn og ungmenni eiga betra skilið Það sem þarf að gera er að byggja nærþjónustu upp innan hverfanna, fjölga sálfræðingum, styrkja teymin í skólunum, setja félagsráðgjafa í beinan stuðning við nemendur inni í kennslustofum og nýta þær rannsóknir sem fyrir liggja á vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna til að greina hvar þörfin er mest. Svona grípum við inn fyrr, minnkum framtíðarálag á kerfið og byggjum upp sterka menningu fyrir andlegri heilsu og vellíðan í leik- og grunnskólum borgarinnar. Reykjavík á að vera borg þar sem börn fá raunverulegan stuðning þegar þau þurfa á honum að halda í stað þess að bíða á meðan kerfið reynir að finna út úr sjálfu sér. Tillögur sem færa þjónustuna fjær og tefja umbætur í þeim eina tilgangi að styðja við fjárhagsleg markmið Reykjavíkurborgar eru einfaldlega ekki tillögur sem börnin okkar þurfa á að halda. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun