„Við getum tekið þá alla“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. desember 2025 12:30 Sandra hefur verið örugg af vítalínunni og skorað flest sinna 14 marka þaðan. Tom Weller/Getty Images „Þrír leikir og allt leikir sem við eigum séns í, sem er ótrúlega skemmtilegt“ sagði Sandra Erlingsdóttir um milliriðil Íslands á HM. Sá fyrsti af þeim þremur fer fram síðar í dag, gegn Svartfjallalandi, og Ísland mætir svo Spáni á fimmtudag og Færeyjum á laugardag. „Frábært að fá þrjá svona góða leiki, við getum tekið þá alla og við getum tapað þeim öllum, það fer svolítið eftir því hvernig við mætum í leikina“ bætti Sandra við og var þá spurð hvernig liðið ætli sér að mæta til leiks gegn Svartfjallalandi. „Þær eru svolítið líkar Serbunum [sem Ísland tapaði fyrir með einu marki í síðustu viku.] Þær eru með stóra og góða skyttu, hraðan miðjumann og svo þungan og sterkan línumann. Þannig að við þurfum aðeins að finna jafnvægið, hvenær við ætlum að mæta og hvenær við ætlum að halda niðri. Svo þurfum við að vera skynsamlegar sóknarlega og sjá hvert það leiðir okkur“ svaraði Sandra þá. Sandra var markahæst hjá Íslandi í riðlakeppninni og átti sérstaklega góðan síðasta leik gegn Úrúgvæ, þar sem hún skoraði 6 mörk og gaf 4 stoðsendingar, þannig að hún mætir í banastuði í milliriðilinn. „Klárlega, maður er ekki að spila í íslensku landsliðstreyjunni á hverjum degi þannig að maður reynir að nýta sínar mínútur vel“ sagði fyrirliðinn. Hópurinn hefur verið saman í tvær vikur núna, viku á Íslandi/Færeyjum og viku í Stuttgart, en stelpurnar okkar eru ekki komnar með leið á hvorri annarri. „Yndislegt að fá að kynnast öllum þessum yngri stelpum sérstaklega, þær sem maður þekkti minna, og svo er maður líka bara með sínum bestu vinkonum hér. Þannig að þessi hópur hefur blandast mjög vel saman. Þessar vikur hafa skilað miklu og það er mikill munur á fyrsta verkefninu miðað við núna. Yngri leikmenn eru farnir að tjá sig meira og taka pláss, sem er mikilvægt.“ Klippa: Fyrirliðinn segir Ísland geta unnið alla leikina Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik milliriðlakeppninnar, í Westfalen höllinni í Dortmund, klukkan fimm. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Söndru má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Sá fyrsti af þeim þremur fer fram síðar í dag, gegn Svartfjallalandi, og Ísland mætir svo Spáni á fimmtudag og Færeyjum á laugardag. „Frábært að fá þrjá svona góða leiki, við getum tekið þá alla og við getum tapað þeim öllum, það fer svolítið eftir því hvernig við mætum í leikina“ bætti Sandra við og var þá spurð hvernig liðið ætli sér að mæta til leiks gegn Svartfjallalandi. „Þær eru svolítið líkar Serbunum [sem Ísland tapaði fyrir með einu marki í síðustu viku.] Þær eru með stóra og góða skyttu, hraðan miðjumann og svo þungan og sterkan línumann. Þannig að við þurfum aðeins að finna jafnvægið, hvenær við ætlum að mæta og hvenær við ætlum að halda niðri. Svo þurfum við að vera skynsamlegar sóknarlega og sjá hvert það leiðir okkur“ svaraði Sandra þá. Sandra var markahæst hjá Íslandi í riðlakeppninni og átti sérstaklega góðan síðasta leik gegn Úrúgvæ, þar sem hún skoraði 6 mörk og gaf 4 stoðsendingar, þannig að hún mætir í banastuði í milliriðilinn. „Klárlega, maður er ekki að spila í íslensku landsliðstreyjunni á hverjum degi þannig að maður reynir að nýta sínar mínútur vel“ sagði fyrirliðinn. Hópurinn hefur verið saman í tvær vikur núna, viku á Íslandi/Færeyjum og viku í Stuttgart, en stelpurnar okkar eru ekki komnar með leið á hvorri annarri. „Yndislegt að fá að kynnast öllum þessum yngri stelpum sérstaklega, þær sem maður þekkti minna, og svo er maður líka bara með sínum bestu vinkonum hér. Þannig að þessi hópur hefur blandast mjög vel saman. Þessar vikur hafa skilað miklu og það er mikill munur á fyrsta verkefninu miðað við núna. Yngri leikmenn eru farnir að tjá sig meira og taka pláss, sem er mikilvægt.“ Klippa: Fyrirliðinn segir Ísland geta unnið alla leikina Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik milliriðlakeppninnar, í Westfalen höllinni í Dortmund, klukkan fimm. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Söndru má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira