VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 09:32 Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson mættu í VARsjána í gær og úr varð afar hressandi þáttur. Sýn Sport Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar mættu í VARsjána á Sýn Sport í gærkvöld og fóru yfir ýmislegt tengt enska boltanum en líka allt aðra hluti. Skemmtilegt brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Í spjallinu í byrjun þáttar forvitnuðust Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason um hinn nýja skemmtiþátt Benna og Fannars, Gott kvöld, og vildu sérstaklega vita hversu langt Fannar væri tilbúinn að ganga fyrir gott sjónvarpsefni. Erfiðast í kassanum hjá Almari „Erfiðasta sem ég hef gert er þegar Benni reyndi að fá mig inn í kassann hjá Almari. Þá fauk í mig. Þá var ég farinn að kúgast og eiginlega farinn að æla. Þetta er eiginlega í eina skiptið sem við Benni höfum rifist smá í tökum,“ sagði Fannar. „Þá vorum við í tökum og það var eiginlega ekki fyndið nema að hann færi með hausinn inn í kassann,“ benti Benni á. „Það var bara ekki hægt,“ sagði Fannar, greinilega ekki búinn að gleyma fnyknum í listaverkinu sem Almar í kassanum var. „Það er margt sem maður myndi ekki gera. En ég hef gaman af fólki og gaman af að sýna fólk í nýju ljósi. Oft er fólk, til dæmis í pólitík, rosalega alvarlegt en við reynum að sýna hina hliðina,“ bætti Fannar við. Hrekkur Sigmundar Davíðs sló í gegn Þeir horfðu svo á brot úr síðasta þætti af Góðu kvöldi þar sem alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kunnur grallaraspói, hrekkti meðal annars flokkssystur sína úr Miðflokknum. Hrekkurinn sló í gegn en Albert vildi líka sérstaklega fá að greina hlaupastíl flokksformannsins: „Ef við eigum að vera alveg heiðarlegir þá er þetta vondur hlaupastíl. Þetta er svona eins og smá upphitun. Hann er ósjálfrátt að taka háar hnébeygjur,“ sagði Albert léttur en brot af spjallinu má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og alla þætti má finna á Sýn+. Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport. Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - West Ham (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) VARsjáin Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Skemmtilegt brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Í spjallinu í byrjun þáttar forvitnuðust Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason um hinn nýja skemmtiþátt Benna og Fannars, Gott kvöld, og vildu sérstaklega vita hversu langt Fannar væri tilbúinn að ganga fyrir gott sjónvarpsefni. Erfiðast í kassanum hjá Almari „Erfiðasta sem ég hef gert er þegar Benni reyndi að fá mig inn í kassann hjá Almari. Þá fauk í mig. Þá var ég farinn að kúgast og eiginlega farinn að æla. Þetta er eiginlega í eina skiptið sem við Benni höfum rifist smá í tökum,“ sagði Fannar. „Þá vorum við í tökum og það var eiginlega ekki fyndið nema að hann færi með hausinn inn í kassann,“ benti Benni á. „Það var bara ekki hægt,“ sagði Fannar, greinilega ekki búinn að gleyma fnyknum í listaverkinu sem Almar í kassanum var. „Það er margt sem maður myndi ekki gera. En ég hef gaman af fólki og gaman af að sýna fólk í nýju ljósi. Oft er fólk, til dæmis í pólitík, rosalega alvarlegt en við reynum að sýna hina hliðina,“ bætti Fannar við. Hrekkur Sigmundar Davíðs sló í gegn Þeir horfðu svo á brot úr síðasta þætti af Góðu kvöldi þar sem alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kunnur grallaraspói, hrekkti meðal annars flokkssystur sína úr Miðflokknum. Hrekkurinn sló í gegn en Albert vildi líka sérstaklega fá að greina hlaupastíl flokksformannsins: „Ef við eigum að vera alveg heiðarlegir þá er þetta vondur hlaupastíl. Þetta er svona eins og smá upphitun. Hann er ósjálfrátt að taka háar hnébeygjur,“ sagði Albert léttur en brot af spjallinu má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og alla þætti má finna á Sýn+. Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport. Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - West Ham (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
VARsjáin Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira