VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 09:32 Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson mættu í VARsjána í gær og úr varð afar hressandi þáttur. Sýn Sport Hraðfréttabræðurnir Benni og Fannar mættu í VARsjána á Sýn Sport í gærkvöld og fóru yfir ýmislegt tengt enska boltanum en líka allt aðra hluti. Skemmtilegt brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Í spjallinu í byrjun þáttar forvitnuðust Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason um hinn nýja skemmtiþátt Benna og Fannars, Gott kvöld, og vildu sérstaklega vita hversu langt Fannar væri tilbúinn að ganga fyrir gott sjónvarpsefni. Erfiðast í kassanum hjá Almari „Erfiðasta sem ég hef gert er þegar Benni reyndi að fá mig inn í kassann hjá Almari. Þá fauk í mig. Þá var ég farinn að kúgast og eiginlega farinn að æla. Þetta er eiginlega í eina skiptið sem við Benni höfum rifist smá í tökum,“ sagði Fannar. „Þá vorum við í tökum og það var eiginlega ekki fyndið nema að hann færi með hausinn inn í kassann,“ benti Benni á. „Það var bara ekki hægt,“ sagði Fannar, greinilega ekki búinn að gleyma fnyknum í listaverkinu sem Almar í kassanum var. „Það er margt sem maður myndi ekki gera. En ég hef gaman af fólki og gaman af að sýna fólk í nýju ljósi. Oft er fólk, til dæmis í pólitík, rosalega alvarlegt en við reynum að sýna hina hliðina,“ bætti Fannar við. Hrekkur Sigmundar Davíðs sló í gegn Þeir horfðu svo á brot úr síðasta þætti af Góðu kvöldi þar sem alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kunnur grallaraspói, hrekkti meðal annars flokkssystur sína úr Miðflokknum. Hrekkurinn sló í gegn en Albert vildi líka sérstaklega fá að greina hlaupastíl flokksformannsins: „Ef við eigum að vera alveg heiðarlegir þá er þetta vondur hlaupastíl. Þetta er svona eins og smá upphitun. Hann er ósjálfrátt að taka háar hnébeygjur,“ sagði Albert léttur en brot af spjallinu má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og alla þætti má finna á Sýn+. Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport. Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - West Ham (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport) VARsjáin Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Skemmtilegt brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Í spjallinu í byrjun þáttar forvitnuðust Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason um hinn nýja skemmtiþátt Benna og Fannars, Gott kvöld, og vildu sérstaklega vita hversu langt Fannar væri tilbúinn að ganga fyrir gott sjónvarpsefni. Erfiðast í kassanum hjá Almari „Erfiðasta sem ég hef gert er þegar Benni reyndi að fá mig inn í kassann hjá Almari. Þá fauk í mig. Þá var ég farinn að kúgast og eiginlega farinn að æla. Þetta er eiginlega í eina skiptið sem við Benni höfum rifist smá í tökum,“ sagði Fannar. „Þá vorum við í tökum og það var eiginlega ekki fyndið nema að hann færi með hausinn inn í kassann,“ benti Benni á. „Það var bara ekki hægt,“ sagði Fannar, greinilega ekki búinn að gleyma fnyknum í listaverkinu sem Almar í kassanum var. „Það er margt sem maður myndi ekki gera. En ég hef gaman af fólki og gaman af að sýna fólk í nýju ljósi. Oft er fólk, til dæmis í pólitík, rosalega alvarlegt en við reynum að sýna hina hliðina,“ bætti Fannar við. Hrekkur Sigmundar Davíðs sló í gegn Þeir horfðu svo á brot úr síðasta þætti af Góðu kvöldi þar sem alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kunnur grallaraspói, hrekkti meðal annars flokkssystur sína úr Miðflokknum. Hrekkurinn sló í gegn en Albert vildi líka sérstaklega fá að greina hlaupastíl flokksformannsins: „Ef við eigum að vera alveg heiðarlegir þá er þetta vondur hlaupastíl. Þetta er svona eins og smá upphitun. Hann er ósjálfrátt að taka háar hnébeygjur,“ sagði Albert léttur en brot af spjallinu má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og alla þætti má finna á Sýn+. Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport. Miðvikudagur 3. desember 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport) 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3) 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5) 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6) 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3) 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4) 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 4. desember 20:00 Manchester United - West Ham (Sýn Sport) 22:10 Big Ben (Sýn Sport)
VARsjáin Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira