Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 10:35 Andri Lucas Guðjohnsen glaður eftir markið sem hann skoraði gegn Ipswich í gærkvöld. Getty/Alex Dodd Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt sjötta mark í síðustu átta leikjum fyrir Blackburn Rovers í ensku B-deildinni í fótbolta í gærkvöld, í ansi umdeildri viðureign við Ipswich Town. Mark Andra Lucasar var skallamark á 76. mínútu og útlit var fyrir að það yrði sigurmark en Sindre Walle Egeli náði að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggja gestunum stig. Eins og sjá má í syrpunni úr leiknum hér að ofan þá hefði Ipswich getað misst mann af velli með rautt spjald þegar Azor Matusiwa braut á Ryoya Morishita sem var á leið að marki Ipswich. Dómarinn taldi hins vegar Leif Davis koma í veg fyrir að Matusiwa teldist sem aftasti varnarmaður og gaf honum gult spjald. Þetta fór illa í Blackburn-menn, ekki síst vegna alls sem á undan er gengið því leikurinn átti upphaflega að fara fram í september. Þá var Blackburn einnig yfir, og Ipswich búið að missa mann af velli með rautt spjald, þegar dómarinn flautaði leikinn af vegna mikillar bleytu. Þrátt fyrir að aðeins væru þá rúmar tíu mínútur eftir af leiknum og staðan eins og hún var, þá var ákveðið að leikurinn yrði spilaður aftur að fullu og staðan yrði aftur 0-0. Valerien Ismael, þjálfari Blackburn, fór mikinn í viðtali við BBC eftir leikinn í gær og sagði dómgæsluna í deildinni til skammar. Var hann sérstaklega óánægður með að rauða spjaldið færi ekki á loft í gær og sagði um augljóst rautt spjald að ræða í tilviki Matusiwa. „Í hverjum einasta leik, á þriggja daga fresti, er þetta eins með þessar ákvarðanir og standardinn er virkilega lélegur. Þetta er ólíðandi. Það geta komið ein eða tvær rangar ákvarðanir og þá segi ég ekkert en þetta með rauða spjaldið var svo augljóst,“ sagði Ismael. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Mark Andra Lucasar var skallamark á 76. mínútu og útlit var fyrir að það yrði sigurmark en Sindre Walle Egeli náði að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggja gestunum stig. Eins og sjá má í syrpunni úr leiknum hér að ofan þá hefði Ipswich getað misst mann af velli með rautt spjald þegar Azor Matusiwa braut á Ryoya Morishita sem var á leið að marki Ipswich. Dómarinn taldi hins vegar Leif Davis koma í veg fyrir að Matusiwa teldist sem aftasti varnarmaður og gaf honum gult spjald. Þetta fór illa í Blackburn-menn, ekki síst vegna alls sem á undan er gengið því leikurinn átti upphaflega að fara fram í september. Þá var Blackburn einnig yfir, og Ipswich búið að missa mann af velli með rautt spjald, þegar dómarinn flautaði leikinn af vegna mikillar bleytu. Þrátt fyrir að aðeins væru þá rúmar tíu mínútur eftir af leiknum og staðan eins og hún var, þá var ákveðið að leikurinn yrði spilaður aftur að fullu og staðan yrði aftur 0-0. Valerien Ismael, þjálfari Blackburn, fór mikinn í viðtali við BBC eftir leikinn í gær og sagði dómgæsluna í deildinni til skammar. Var hann sérstaklega óánægður með að rauða spjaldið færi ekki á loft í gær og sagði um augljóst rautt spjald að ræða í tilviki Matusiwa. „Í hverjum einasta leik, á þriggja daga fresti, er þetta eins með þessar ákvarðanir og standardinn er virkilega lélegur. Þetta er ólíðandi. Það geta komið ein eða tvær rangar ákvarðanir og þá segi ég ekkert en þetta með rauða spjaldið var svo augljóst,“ sagði Ismael.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira