Handbolti

„Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Matthildur Lilja og Katrín Tinna hafa myndað öflugt tvíeyki. 
Matthildur Lilja og Katrín Tinna hafa myndað öflugt tvíeyki.  Tom Weller/Getty Images

Matthildur Lilja Jónsdóttir gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Svartfjallalandi í gærkvöldi vegna veikinda, en er búin að jafna sig og smitaði enga liðsfélaga af pestinni.

„Hún er bara orðin hress, hundrað prósent. Búin að borða vel og verður klár í leikinn á morgun“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson aðspurður um stöðuna.

Klippa: Arnar um Svartfjallaland og næsta leik gegn Spáni

Matthildur hafði verið lykilleikmaður í íslensku vörninni í leikjunum á undan og staðið vaktina vel með liðsfélaga sínum úr ÍR, Katrínu Tinnu Jensdóttur.

„Ég slapp, þannig að ég er bara fersk“ sagði Katrín Tinna, sem er ekki bara liðsfélagi heldur einnig herbergisfélagi Matthildar á HM.

„Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur um morguninn. Þetta gekk fljótt yfir, sem betur fer.“

Þær stöllur, sem og aðrir leikmenn liðsins, verða því klárar í slaginn þegar Ísland mætir Spáni á morgun í öðrum leik milliriðilsins.

„Klárlega. Tilbúnar í þetta“ sagði Katrín í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. 

Klippa: Katrín Tinna klár í slaginn gegn Spáni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×