Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 07:33 Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki sínu fyrir Blackburn Rovers á móti Ipswich Town á Ewood Park en til hliðar við hann er faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen að fagna marki með Bolton. Getty/Alex Dodd/David Rawcliffe Andri Lucas Guðjohnsen skoraði á þriðjudagskvöldið sitt sjötta mark í ensku B-deildinni á tímabilinu og með því gerði hann betur en faðir sinn þegar hann steig sín fyrstu spor í enska boltanum á sínum tíma. Andri Lucas er 23 ára gamall í dag en faðir hans var tvítugur þegar hann kom til Englands. Eiður Smári Guðjohnsen kom til enska félagsins Bolton Wanderers frá KR haustið 1998 og var þarna að koma til baka eftir erfið ökklameiðsli sem höfðu herjað á hann í meira en tvö ár. Það tók tíma fyrir Eið að komast í alvöru form en hann nýtti tækifærið þegar það kom í marsmánuði. 19/2/2000 #bwfc 1 #cafc 0 FA Cup Quarter Final. Game also shown back at the Valley with large screens on the playing surface for fans sitting in the West StandGudjohnsen for Bolton with the winner. Holden sent off for the home side for giving a Glasgow kiss to John Robinson pic.twitter.com/5VEMZvsADn— CAFC Facts & Stats (Stuart Court) (@CafcFacts) February 19, 2023 Eiður skoraði í tveimur fyrstu deildarleikjunum eftir að hann fékk tækifæri með Bolton á ný og endaði með 5 mörk í 14 deildarleikjum á þessari fyrstu leiktíð sinni með Bolton. Andri Lucas var einmitt að spila fjórtánda deildarleikinn með Blackburn Rovers þegar hann skoraði á móti Ipswich á þriðjudagskvöldið. 🎙️ "𝘼𝙣𝙙𝙧𝙞 𝙂𝙪𝙙𝙟𝙤𝙝𝙣𝙨𝙚𝙣 𝙬𝙞𝙩𝙝 𝙖𝙣𝙤𝙩𝙝𝙚𝙧 𝙥𝙤𝙖𝙘𝙝𝙚𝙧𝙨 𝙜𝙤𝙖𝙡!"@ToddCantwell_10's corner flicked on by George Pratt to @AndriLucasG at the back stick 🎯#ROVvIPS | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/xrJdIiiwgS— Blackburn Rovers (@Rovers) December 3, 2025 Andra Lucas tók ekki að skora í fyrstu sex leikjunum með Blackburn en hefur síðan skorað sex mörk í síðustu átta deildarleikjum. Eiður var þarna kominn á flug. Hann skoraði þrettán deildarmörk tímabilið 1999 til 2000 og var síðan seldur til Chelsea um sumarið 2000. Þar varð hann síðan að stórstjörnu og vann ensku deildina tvisvar sinnum. Andri Lucas heldur vonandi áfram á sömu braut og fær nóg af leikjum til að bæta þennan árangur föður síns enn frekar. Fyrsta tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen í Englandi Með Bolton í ensku B-deildinni 1998-99: 5 mörk í 14 leikjum Fyrsta tímabil Andra Lucas Guðjohnsen í Englandi Með Blackburn í ensku B-deildinni 2025-26: 6 mörk í 14 leikjum View this post on Instagram A post shared by Blackburn Rovers (@rovers) Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Andri Lucas er 23 ára gamall í dag en faðir hans var tvítugur þegar hann kom til Englands. Eiður Smári Guðjohnsen kom til enska félagsins Bolton Wanderers frá KR haustið 1998 og var þarna að koma til baka eftir erfið ökklameiðsli sem höfðu herjað á hann í meira en tvö ár. Það tók tíma fyrir Eið að komast í alvöru form en hann nýtti tækifærið þegar það kom í marsmánuði. 19/2/2000 #bwfc 1 #cafc 0 FA Cup Quarter Final. Game also shown back at the Valley with large screens on the playing surface for fans sitting in the West StandGudjohnsen for Bolton with the winner. Holden sent off for the home side for giving a Glasgow kiss to John Robinson pic.twitter.com/5VEMZvsADn— CAFC Facts & Stats (Stuart Court) (@CafcFacts) February 19, 2023 Eiður skoraði í tveimur fyrstu deildarleikjunum eftir að hann fékk tækifæri með Bolton á ný og endaði með 5 mörk í 14 deildarleikjum á þessari fyrstu leiktíð sinni með Bolton. Andri Lucas var einmitt að spila fjórtánda deildarleikinn með Blackburn Rovers þegar hann skoraði á móti Ipswich á þriðjudagskvöldið. 🎙️ "𝘼𝙣𝙙𝙧𝙞 𝙂𝙪𝙙𝙟𝙤𝙝𝙣𝙨𝙚𝙣 𝙬𝙞𝙩𝙝 𝙖𝙣𝙤𝙩𝙝𝙚𝙧 𝙥𝙤𝙖𝙘𝙝𝙚𝙧𝙨 𝙜𝙤𝙖𝙡!"@ToddCantwell_10's corner flicked on by George Pratt to @AndriLucasG at the back stick 🎯#ROVvIPS | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/xrJdIiiwgS— Blackburn Rovers (@Rovers) December 3, 2025 Andra Lucas tók ekki að skora í fyrstu sex leikjunum með Blackburn en hefur síðan skorað sex mörk í síðustu átta deildarleikjum. Eiður var þarna kominn á flug. Hann skoraði þrettán deildarmörk tímabilið 1999 til 2000 og var síðan seldur til Chelsea um sumarið 2000. Þar varð hann síðan að stórstjörnu og vann ensku deildina tvisvar sinnum. Andri Lucas heldur vonandi áfram á sömu braut og fær nóg af leikjum til að bæta þennan árangur föður síns enn frekar. Fyrsta tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen í Englandi Með Bolton í ensku B-deildinni 1998-99: 5 mörk í 14 leikjum Fyrsta tímabil Andra Lucas Guðjohnsen í Englandi Með Blackburn í ensku B-deildinni 2025-26: 6 mörk í 14 leikjum View this post on Instagram A post shared by Blackburn Rovers (@rovers)
Fyrsta tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen í Englandi Með Bolton í ensku B-deildinni 1998-99: 5 mörk í 14 leikjum Fyrsta tímabil Andra Lucas Guðjohnsen í Englandi Með Blackburn í ensku B-deildinni 2025-26: 6 mörk í 14 leikjum
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira