Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:44 Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ætla ekki að framlengja skipun skólameistara Borgarholtsskóla. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur. „Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira