Enski boltinn

Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Haaland er sá fljótasti í sögunni til að ná 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni.
Erling Haaland er sá fljótasti í sögunni til að ná 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt

Alls hafa 35 frábærir fótboltamenn náð þeim áfanga að skora hundrað mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir að Erling Haaland bættist á listann í vikunni. Brot af því besta frá þeim öllum má sjá í spilaranum hér á Vísi.

Klippa: Hundrað marka klúbburinn

Haaland er sá fljótasti í sögunni til að ná hundrað mörkum, í aðeins 111 leikjum. Fyrir utan hann eru Mohamed Salah og Raheem Sterling, sem reyndar spilar ekkert með Chelsea, einu leikmennirnir sem enn eru í ensku úrvalsdeildinni og búnir að ná hundrað mörkum. 

Salah er í 4. sæti með 190 mörk en er átján mörkum frá næsta manni, Wayne Rooney, og 23 mörkum á eftir Harry Kane. Alan Shearer er markahæstur í sögu úrvalsdeildarinnar með 260 mörk.


Tengdar fréttir

Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum

Þrátt fyrir að vera bara 25 ára, og á sinni fjórðu leiktíð með Manchester City, er norska undrið Erling Haaland nú með 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Öll mörkin hans má nú sjá á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×