Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 17:16 Magnús Orri Arnarson hefur verið að gera frábæra hluti Vísir/Vilhelm Magnús Orri Arnarson, kvikmyndagerðarmaður, hlaut Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra árið 2025 í gær. Verðlaunin komu Magnúsi á óvart en hann var að vinna sem verktaki á verðlaunaathöfninni, grunlaus um að hann yrði kallaður upp og veitt þessi viðurkenning. Hvataverðlaun ÍF eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra. „Ég er rosalega ánægður,“ segir Magnús Orri í samtali við íþróttadeild. „Þetta hefur mikið að segja fyrir mig sem kvikmyndagerðar- og sjónvarpsmann og sýnir líka að allir fatlaðir geta gert það sem að þeir vilja. Ég fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrr í dag og þessi verðlaun núna. Þetta er bara mjög mikill heiður. Verðlaunin eru þó ekki aðalatriðið heldur er aðalmálið að sýna að fatlaðir eru til í heiminum og þeir geta gert sömu hluti og allir aðrir.“ Magnús Orri, sem er með tourette, einhverfu og væga þroskahömlun, hefur frá árinu 2019 unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði myndbandagerðar og ljósmyndunar í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og Íþróttasambands Fatlaðra. Á árinu sem nú er að renna sitt skeið vann hann svo að gerð heimildarmyndarinnar Sigur fyrir sjálfsmyndina. Klippa: Magnús Orri hlaut Hvataverðlaun ÍF „Þessi mynd var frumsýnd í Bíó Paradís fyrr á árinu og hún fjallar um fimm íslenska keppendur sem tóku þátt á vetrar heimsleikum Special Olympics sem haldnir voru á Ítalíu í mars fyrr á þessu ári. Í myndinni er fylgst með undirbúningi keppenda fyrir leikana sem og þeim fylgt eftir á leikunum sjálfum. Myndin sýni hverju fatlaðir geti áorkað í íþróttum og vonar Magnús að hún opni augu fólks. „Því miður eru bara fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi sem æfa íþróttir. Við viljum gera betur, viljum fá fleiri krakka í íþróttir. Þess vegna á myndin að sýna fram á að fatlaðir geta gert sömu hluti og æft íþróttir eins og aðrir.“ Í umsögn ÍF um Magnús Orra segir að hann sé ávallt tilbúinn í hvert verkefni og til í að takast á við nýjar áskoranir. Hann vill verða öðrum fyrirmynd og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. „Magnús Orri er sönn fyrirmynd og hefur sýnt að með þrautseigju, þolinmæði og jákvæðni að leiðarljósi, eru allar leiðir færar.“ Málefni fatlaðs fólks Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuxuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta Sjá meira
Hvataverðlaun ÍF eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra. „Ég er rosalega ánægður,“ segir Magnús Orri í samtali við íþróttadeild. „Þetta hefur mikið að segja fyrir mig sem kvikmyndagerðar- og sjónvarpsmann og sýnir líka að allir fatlaðir geta gert það sem að þeir vilja. Ég fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrr í dag og þessi verðlaun núna. Þetta er bara mjög mikill heiður. Verðlaunin eru þó ekki aðalatriðið heldur er aðalmálið að sýna að fatlaðir eru til í heiminum og þeir geta gert sömu hluti og allir aðrir.“ Magnús Orri, sem er með tourette, einhverfu og væga þroskahömlun, hefur frá árinu 2019 unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði myndbandagerðar og ljósmyndunar í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og Íþróttasambands Fatlaðra. Á árinu sem nú er að renna sitt skeið vann hann svo að gerð heimildarmyndarinnar Sigur fyrir sjálfsmyndina. Klippa: Magnús Orri hlaut Hvataverðlaun ÍF „Þessi mynd var frumsýnd í Bíó Paradís fyrr á árinu og hún fjallar um fimm íslenska keppendur sem tóku þátt á vetrar heimsleikum Special Olympics sem haldnir voru á Ítalíu í mars fyrr á þessu ári. Í myndinni er fylgst með undirbúningi keppenda fyrir leikana sem og þeim fylgt eftir á leikunum sjálfum. Myndin sýni hverju fatlaðir geti áorkað í íþróttum og vonar Magnús að hún opni augu fólks. „Því miður eru bara fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi sem æfa íþróttir. Við viljum gera betur, viljum fá fleiri krakka í íþróttir. Þess vegna á myndin að sýna fram á að fatlaðir geta gert sömu hluti og æft íþróttir eins og aðrir.“ Í umsögn ÍF um Magnús Orra segir að hann sé ávallt tilbúinn í hvert verkefni og til í að takast á við nýjar áskoranir. Hann vill verða öðrum fyrirmynd og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. „Magnús Orri er sönn fyrirmynd og hefur sýnt að með þrautseigju, þolinmæði og jákvæðni að leiðarljósi, eru allar leiðir færar.“
Málefni fatlaðs fólks Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuxuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta Sjá meira