Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2025 15:13 Tæknimenn í hlífðarbúningum að störfum eftir taugaeiturstilræði í Salisbury á Englandi árið 2018. AP/Frank Augstein Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar. Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar.
Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira