Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 5. desember 2025 08:30 Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun