Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 18:00 Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar