Ísraelar fá að vera með í Eurovision Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 17:37 Yuval Raphael kom fram fyrir Ísrael á síðasta ári. Ísrael lenti í öðru sæti í Eurovision. Vísir/EPA Fulltrúar evrópska sjónvarpsstöðva samþykktu í dag að leyfa Ísraelum að taka þátt í Eurovision í Vínarborg í Austurríki. Mikill meirihluti samþykkti nýjar reglur um söngvakeppnina en þær breytingar fólu í sér þátttöku Ísraela. Hollendingar hafa strax í kjölfarið tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt. RTVE, Ríkisútvarp Spánar, hefur einnig opinberað að Spánverjar muni ekki taka þátt. Sömu sögu er að segja af Írum og Slóvenum. Stjórn Ríkisútvarpsins mun taka ákvörðun um þátttöku Íslands á fundi á miðvikudaginn í næstu viku. Fulltrúar sjónvarpsstöðva frá fleiri löndum en í Hollandi höfðu gefið til kynna að þeir myndu ekki taka þátt í keppninni, ef Ísraelar fengju að taka þátt. Í yfirlýsingu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að atkvæðagreiðslan í dag hafi verið leynileg en hún snerist um nýjar reglur keppninnar varðandi traust og hlutleysi söngvakeppninnar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að atkvæðagreiðslan hafi farið 738 -264 og að 120 atkvæði hafi verið auð. Samþykkt þessara reglna þýddi að ekki voru greidd atkvæði um þátttöku Ísraela. Í frétt ríkisútvarps Slóveníu segir að fulltrúar Spánar, Svartfjallalands, Hollands, Tyrklands, Alsír og Íslands hafi farið fram á að haldin yrði sérstök atkvæðagreiðsla um þátttöku Ísraela en því hafi verið hafnað. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv, Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Rúv hafa ekki svarað í símann frá því niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru opinberað. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Eurovision 2026 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hollendingar hafa strax í kjölfarið tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt. RTVE, Ríkisútvarp Spánar, hefur einnig opinberað að Spánverjar muni ekki taka þátt. Sömu sögu er að segja af Írum og Slóvenum. Stjórn Ríkisútvarpsins mun taka ákvörðun um þátttöku Íslands á fundi á miðvikudaginn í næstu viku. Fulltrúar sjónvarpsstöðva frá fleiri löndum en í Hollandi höfðu gefið til kynna að þeir myndu ekki taka þátt í keppninni, ef Ísraelar fengju að taka þátt. Í yfirlýsingu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að atkvæðagreiðslan í dag hafi verið leynileg en hún snerist um nýjar reglur keppninnar varðandi traust og hlutleysi söngvakeppninnar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að atkvæðagreiðslan hafi farið 738 -264 og að 120 atkvæði hafi verið auð. Samþykkt þessara reglna þýddi að ekki voru greidd atkvæði um þátttöku Ísraela. Í frétt ríkisútvarps Slóveníu segir að fulltrúar Spánar, Svartfjallalands, Hollands, Tyrklands, Alsír og Íslands hafi farið fram á að haldin yrði sérstök atkvæðagreiðsla um þátttöku Ísraela en því hafi verið hafnað. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv, Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Rúv hafa ekki svarað í símann frá því niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru opinberað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Ríkisútvarpið Ísrael Eurovision 2026 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira