Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2025 19:00 Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður segir að haldlagnir á fíkniefnum- og lyfjum hafi verið að aukast. 265 mál hafi verið kær, þar af 122 stórfelld. Vísir/Vilhelm Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember. Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira