Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. desember 2025 23:18 Þó yngri leikmenn liðsins hafi sýnt góða takta á HM er sú reynslumesta sú mikilvægasta. Alex Gottschalk/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images) Stelpurnar okkar sýndu bæði hvað þær eru góðar og hvað þeir eiga langt í land í 23-30 tapinu gegn Spáni. Stemningin var sannarlega til staðar í kvöld og þegar vel gekk var hrein unun að horfa á íslenska liðið spila en í seinni hálfleik hrundi allt saman. Liðið brást illa við mótlætinu og lét allt fara í taugarnar á sér, meira að segja þjálfarinn gat ekki hamið sig og fékk rautt spjald áður en leik lauk. Vafasamir dómar féllu vissulega en þær spænsku virtust líka bara vera margfalt reynslumeiri og klókari í sínum aðgerðum. Áður en allt fór til andskotans sást hins vegar að þetta lið á fullan rétt því að vera þjóð meðal þjóða í milliriðlinum og ef rétt er haldið á spöðunum gæti það náð enn lengra. Yngri leikmenn liðsins hafa fengið dýrmæta reynslu á þessu móti og leikurinn í kvöld var engin undantekning. Reynslumeiri leikmenn liðsins hafa hins vegar sannað mikilvægi sitt. Thea Imani Sturludóttir var til dæmis besti leikmaður Íslands í kvöld, en er því miður enn að jafna sig af meiðslum síðan í sumar og ekki í nógu góðu standi til að spila stanslaust. Yfirlýst markmið þjálfarans og liðsins er líka að leyfa sem flestum að spila og fá reynslu af stórmóti. Framfaraskref hafa verið stigin á þessu móti og leikurinn gegn Spáni í kvöld mun vonandi nýtast liðinu til lengri tíma, þó svekkelsið sé mikið að hafa misst þetta svona úr böndunum. Snilldin er til staðar en svona brothætt lið þarf að bæta margt á næstu árum. Líkamlegi þátturinn er mikilvægur, stelpurnar okkar mættu alveg vera aðeins massaðari til að eiga meiri séns í sterkari lið, en hugarfarið skiptir mestu máli og þann þátt þarf að byggja mun betur upp ef ekki á illa að fara eins og í kvöld. Nú er neðsta sætið í riðlinum staðfest í eigu Íslands en einn leikur er eftir af HM, gegn frænkum okkar frá Færeyjum sem búa einnig yfir ungu og efnilegu liði. Þar munu engar afsakanir gilda. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira
Stemningin var sannarlega til staðar í kvöld og þegar vel gekk var hrein unun að horfa á íslenska liðið spila en í seinni hálfleik hrundi allt saman. Liðið brást illa við mótlætinu og lét allt fara í taugarnar á sér, meira að segja þjálfarinn gat ekki hamið sig og fékk rautt spjald áður en leik lauk. Vafasamir dómar féllu vissulega en þær spænsku virtust líka bara vera margfalt reynslumeiri og klókari í sínum aðgerðum. Áður en allt fór til andskotans sást hins vegar að þetta lið á fullan rétt því að vera þjóð meðal þjóða í milliriðlinum og ef rétt er haldið á spöðunum gæti það náð enn lengra. Yngri leikmenn liðsins hafa fengið dýrmæta reynslu á þessu móti og leikurinn í kvöld var engin undantekning. Reynslumeiri leikmenn liðsins hafa hins vegar sannað mikilvægi sitt. Thea Imani Sturludóttir var til dæmis besti leikmaður Íslands í kvöld, en er því miður enn að jafna sig af meiðslum síðan í sumar og ekki í nógu góðu standi til að spila stanslaust. Yfirlýst markmið þjálfarans og liðsins er líka að leyfa sem flestum að spila og fá reynslu af stórmóti. Framfaraskref hafa verið stigin á þessu móti og leikurinn gegn Spáni í kvöld mun vonandi nýtast liðinu til lengri tíma, þó svekkelsið sé mikið að hafa misst þetta svona úr böndunum. Snilldin er til staðar en svona brothætt lið þarf að bæta margt á næstu árum. Líkamlegi þátturinn er mikilvægur, stelpurnar okkar mættu alveg vera aðeins massaðari til að eiga meiri séns í sterkari lið, en hugarfarið skiptir mestu máli og þann þátt þarf að byggja mun betur upp ef ekki á illa að fara eins og í kvöld. Nú er neðsta sætið í riðlinum staðfest í eigu Íslands en einn leikur er eftir af HM, gegn frænkum okkar frá Færeyjum sem búa einnig yfir ungu og efnilegu liði. Þar munu engar afsakanir gilda.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ Sjá meira