Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 09:01 John Arne Riise er ósáttur við sektina sem nú er ljóst að hann verður að greiða. Getty/Andrew Powell Norðmaðurinn John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool, þarf að greiða 40.000 norskar krónur í sekt fyrir að kynna erlent veðmálafyrirtæki á Instagram-síðu sinni. Þetta er niðurstaðan eftir að norska happdrættisnefndin [Lotterinemda] ákvað að taka kæru Riise ekki til greina og þannig staðfesta sekt happdrættiseftirlitsins [Lotteritilsynet] fyrr á þessu ári. Riise var sektaður vegna myndefnis frá pókermóti í Brasilíu sem hann samþykkti að deila í gegnum Instagram-síðu sína. Hann var óánægður og hafði mótmælt sektinni, og bent á að hann sendi happdrættiseftirlitinu tölvupóst föstudaginn 11. apríl, þar sem hann sagði frá myndunum og vildi ganga úr skugga um að þær hefðu mátt birtast. Hann fékk svar næsta þriðjudag um að svo væri ekki og tók myndefnið út í kjölfarið. Sektina fékk Riise því vegna þeirra fjögurra daga sem myndefnið var sýnilegt á hans síðu og nam sektin 10.000 norskum krónum fyrir hvern dag, eða samtals um hálfri milljón íslenskra króna. John Arne Riise tapte på alle punkter: Må betale pokerbot https://t.co/eDBJFhiDMs— VG Sporten (@vgsporten) December 4, 2025 Riise hafði fengið tilkynningu um mögulegar dagsektir í febrúar, tveimur mánuðum fyrir pókermótið í Brasilíu, og var það skýr niðurstaða happdrættisnefndarinnar að hann hefði átt að vita betur en að birta myndefnið án þess að leyfi lægi fyrir. Ekki var tekið undir það sjónarmið að svar eftirlitsins í apríl hefði borist seint, við bréfinu sem Riise sendi. Sendi tölvupóst eftir að efnið var birt Samkvæmt VG var bréf Riise, sem hann sendi þegar hann var á mótinu í Brasilíu, svohljóðandi: „Ég hef samband við ykkur vegna spurningar. Ég er í Brasilíu á pókerviðburði. Ég spila póker og þeir hafa gert myndband og taggað mig um upplifun mína og ýmislegt í kringum ferðina o.s.frv. Ég hef bara samþykkt myndbandið þeirra á Instagram hjá mér. Þetta er ekki fjárhættuspil eða neitt slíkt, bara póker. Vildi bara láta vita af þessu og heyra hvort það sé í lagi? Ég hef ekki taggað neitt.“ Hann lauk svo bréfinu á að skrifa: „Sendi þennan póst bara til upplýsingar, svo ég geri ekkert rangt.“ Niðurstaðan byggi á breyttum lögum Niðurstaðan er hins vegar sú að hann hafi brotið af sér og þessu fagnar Trude Felde, yfirráðgjafi hjá happdrættiseftirlitinu: „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að við höfum túlkað reglurnar rétt,“ sagði Felde við VG. „Þetta er í fyrsta skipti sem við notum heimildina sem gefur okkur rétt til að ákveða þvingunarúrræði fyrirfram. Við fengum þetta tækifæri þegar lögum um fjárhættuspil var breytt árið 2023. Þetta snýst um að elta þá sem brjóta ítrekað lög um fjárhættuspil, en leiðrétta það svo fljótt aftur með því að eyða færslum,“ sagði Felde. Riise er 45 ára gamall. Hann lék með Liverpool á árunum 2001-08 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann lék einnig með Monaco, Roma og Fulham, sem og fleiri liðum auk þess að spila 110 A-landsleiki fyrir Noreg. Fjárhættuspil Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir að norska happdrættisnefndin [Lotterinemda] ákvað að taka kæru Riise ekki til greina og þannig staðfesta sekt happdrættiseftirlitsins [Lotteritilsynet] fyrr á þessu ári. Riise var sektaður vegna myndefnis frá pókermóti í Brasilíu sem hann samþykkti að deila í gegnum Instagram-síðu sína. Hann var óánægður og hafði mótmælt sektinni, og bent á að hann sendi happdrættiseftirlitinu tölvupóst föstudaginn 11. apríl, þar sem hann sagði frá myndunum og vildi ganga úr skugga um að þær hefðu mátt birtast. Hann fékk svar næsta þriðjudag um að svo væri ekki og tók myndefnið út í kjölfarið. Sektina fékk Riise því vegna þeirra fjögurra daga sem myndefnið var sýnilegt á hans síðu og nam sektin 10.000 norskum krónum fyrir hvern dag, eða samtals um hálfri milljón íslenskra króna. John Arne Riise tapte på alle punkter: Må betale pokerbot https://t.co/eDBJFhiDMs— VG Sporten (@vgsporten) December 4, 2025 Riise hafði fengið tilkynningu um mögulegar dagsektir í febrúar, tveimur mánuðum fyrir pókermótið í Brasilíu, og var það skýr niðurstaða happdrættisnefndarinnar að hann hefði átt að vita betur en að birta myndefnið án þess að leyfi lægi fyrir. Ekki var tekið undir það sjónarmið að svar eftirlitsins í apríl hefði borist seint, við bréfinu sem Riise sendi. Sendi tölvupóst eftir að efnið var birt Samkvæmt VG var bréf Riise, sem hann sendi þegar hann var á mótinu í Brasilíu, svohljóðandi: „Ég hef samband við ykkur vegna spurningar. Ég er í Brasilíu á pókerviðburði. Ég spila póker og þeir hafa gert myndband og taggað mig um upplifun mína og ýmislegt í kringum ferðina o.s.frv. Ég hef bara samþykkt myndbandið þeirra á Instagram hjá mér. Þetta er ekki fjárhættuspil eða neitt slíkt, bara póker. Vildi bara láta vita af þessu og heyra hvort það sé í lagi? Ég hef ekki taggað neitt.“ Hann lauk svo bréfinu á að skrifa: „Sendi þennan póst bara til upplýsingar, svo ég geri ekkert rangt.“ Niðurstaðan byggi á breyttum lögum Niðurstaðan er hins vegar sú að hann hafi brotið af sér og þessu fagnar Trude Felde, yfirráðgjafi hjá happdrættiseftirlitinu: „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna sem sýnir að við höfum túlkað reglurnar rétt,“ sagði Felde við VG. „Þetta er í fyrsta skipti sem við notum heimildina sem gefur okkur rétt til að ákveða þvingunarúrræði fyrirfram. Við fengum þetta tækifæri þegar lögum um fjárhættuspil var breytt árið 2023. Þetta snýst um að elta þá sem brjóta ítrekað lög um fjárhættuspil, en leiðrétta það svo fljótt aftur með því að eyða færslum,“ sagði Felde. Riise er 45 ára gamall. Hann lék með Liverpool á árunum 2001-08 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með liðinu. Hann lék einnig með Monaco, Roma og Fulham, sem og fleiri liðum auk þess að spila 110 A-landsleiki fyrir Noreg.
Fjárhættuspil Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira