Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2025 10:28 Þessi U 32 kafbátur þýska flotans tók þátt í æfingu á Norðursjó í grennd við Harstad í Noregi í október. Getty/Sean Gallup Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir. Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2. Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2.
Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira