Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 11:38 Flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, á flugvellinum í Dyflinni á mánudagskvöld. Ekki munaði miklu að óþekktir drónar flygju í veg fyrir hana á leið hennar til lendingar á Írlandi. Vísir/Getty Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum. Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum.
Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08
Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03