Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2025 09:30 Lando Norris (fyrr miðju) er með örlögin í sínum eigin höndum í baráttunni við Oscar Piastri (til vinstri) og Max Verstappen (til hægri) um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 Vísir/Getty Úrslitin ráðast í Formúlu 1 mótaröðinni í Abu Dhabi seinna í dag í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þrír ökuþórar eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Það er Lando Norris, ökuþór McLaren sem leiðir stigakeppni ökuþóra með tólf stiga forskot á fjórfalda heimsmeistarann Max Verstappen hjá Red Bull Racing. Sextán stigum frá Norris er svo liðsfélagi hans hjá McLaen, Oscar Piastri sem er einnig á höttunum eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Þessir þrír ökuþórar munu berjast um titilinn í Abu Dhabi í lokakeppni tímabilsins í dag og er Norris með örlögin í höndum sér. Það getur allt unnið með þér, eða á móti þér þegar kemur að Formúlu 1 og mögulegar útkomur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn eru margar. Tímataka fór fram í gær þar sem Max Verstappen náði fljótasta tímanum. Norris hefur keppni annar og Piastri þriðji, sem dregur hreint ekki úr spennunni fyrir keppni dagsins. Réttast væri að byrja á því að rifja upp stigakerfi mótaraðarinnar þegar kemur að aðalkeppnum hennar. Stigagjöf í Formúlu 1 1.sæti færir þér 25 stig2.sæti færir þér 18 stig3.sæti færir þér 15 stig4.sæti færir þér 12 stig5.sæti færir þér 10 stig6.sæti færir þér 8 stig7.sæti færir þér 6 stig8.sæti færir þér 4 stig9.sæti færir þér 2 stig10.sæti færir þér 1 stig Þá skulum við rýna í möguleika hvers ökuþórs fyrir sig sem eiga möguleika á titlinum fyrir lokakeppni tímabilsins. Lando Norris (efstur í stigakeppni með 12 stiga forskot) Það er frekar klippt og skorið fyrir Norris hvað hann þarf að gera í keppni sunnudagsins. Fari svo að hann endi á verðlaunapalli, sama hvort það verði í fyrsta, öðru eða þriðja sæti, verður hann heimsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvar Verstappen og Piastri enda. Endi Norris í fjórða sæti, utan verðlaunapalls líkt og gerðist um síðustu keppnishelgi í Katar, þarf hann að treysta á að Max Verstappen sigri ekki kappaksturinn í Abu Dhabi. Falli Norris af einhverjum sökum úr leik í komandi kappakstri eða endi utan stigasætis mun hann þurfa að treysta á að Verstappen endi ekki á Verðlaunapalli og að Piastri endi ekki ofar en í þriðja sæti. Svona verður Lando Norris heimsmeistari: Vísir/Grafík Max Verstappen (2.sæti í stigakeppni 12 stigum á eftir Norris) Til þess að Verstappen eigi möguleika á því að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum verður hann að enda á verðlaunapalli í Abu Dhabi. Vinni hann kappaksturinn verður Norris að enda í fjórða sæti eða neðar til þess að Hollendingurinn standi upp sem heimsmeistari og þá skiptir ekki máli hvar Piastri endar. Endi Verstappen í öðru sæti þarf hann að vona að Norris endi í áttunda sæti eða neðar og Piastri þriðja sæti eða neðar. Fari svo að Verstappen ljúki kappakstrinum í þriðja sæti verður hann að treysta á að Lando Norris endi í níunda sæti eða neðar og að Piastri vinni ekki kappaksturinn. Svona verður Max Verstappen heimsmeistari: Vísir/Grafík Oscar Piastri (3.sæti í stigakeppni 16 stigum á eftir Norris) Piastri verður að enda í einu af efstu tveimur sætum kappaksturinn í Abu Dhabi til þess að eiga möguleika á því að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fari svo að hann vinni kappaksturinn verður Piastri að vona að Norris endi í sjötta sæti eða neðar og þá skiptir ekki máli hvar Verstappen lýkur keppni. Endi Piastri í öðru sæti þarf hann að treysta á að Norris endi í tíunda sæti eða utan stigasætis og að Verstappen endi ekki á verðlaunapalli. Svona verður Oscar Piastri heimsmeistari: Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins í Abu Dhabi verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay og hefst upphitun fyrir hana klukkan hálf eitt, keppnin sjálf hefst klukkan eitt. Akstursíþróttir Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Það er Lando Norris, ökuþór McLaren sem leiðir stigakeppni ökuþóra með tólf stiga forskot á fjórfalda heimsmeistarann Max Verstappen hjá Red Bull Racing. Sextán stigum frá Norris er svo liðsfélagi hans hjá McLaen, Oscar Piastri sem er einnig á höttunum eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Þessir þrír ökuþórar munu berjast um titilinn í Abu Dhabi í lokakeppni tímabilsins í dag og er Norris með örlögin í höndum sér. Það getur allt unnið með þér, eða á móti þér þegar kemur að Formúlu 1 og mögulegar útkomur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn eru margar. Tímataka fór fram í gær þar sem Max Verstappen náði fljótasta tímanum. Norris hefur keppni annar og Piastri þriðji, sem dregur hreint ekki úr spennunni fyrir keppni dagsins. Réttast væri að byrja á því að rifja upp stigakerfi mótaraðarinnar þegar kemur að aðalkeppnum hennar. Stigagjöf í Formúlu 1 1.sæti færir þér 25 stig2.sæti færir þér 18 stig3.sæti færir þér 15 stig4.sæti færir þér 12 stig5.sæti færir þér 10 stig6.sæti færir þér 8 stig7.sæti færir þér 6 stig8.sæti færir þér 4 stig9.sæti færir þér 2 stig10.sæti færir þér 1 stig Þá skulum við rýna í möguleika hvers ökuþórs fyrir sig sem eiga möguleika á titlinum fyrir lokakeppni tímabilsins. Lando Norris (efstur í stigakeppni með 12 stiga forskot) Það er frekar klippt og skorið fyrir Norris hvað hann þarf að gera í keppni sunnudagsins. Fari svo að hann endi á verðlaunapalli, sama hvort það verði í fyrsta, öðru eða þriðja sæti, verður hann heimsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvar Verstappen og Piastri enda. Endi Norris í fjórða sæti, utan verðlaunapalls líkt og gerðist um síðustu keppnishelgi í Katar, þarf hann að treysta á að Max Verstappen sigri ekki kappaksturinn í Abu Dhabi. Falli Norris af einhverjum sökum úr leik í komandi kappakstri eða endi utan stigasætis mun hann þurfa að treysta á að Verstappen endi ekki á Verðlaunapalli og að Piastri endi ekki ofar en í þriðja sæti. Svona verður Lando Norris heimsmeistari: Vísir/Grafík Max Verstappen (2.sæti í stigakeppni 12 stigum á eftir Norris) Til þess að Verstappen eigi möguleika á því að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum verður hann að enda á verðlaunapalli í Abu Dhabi. Vinni hann kappaksturinn verður Norris að enda í fjórða sæti eða neðar til þess að Hollendingurinn standi upp sem heimsmeistari og þá skiptir ekki máli hvar Piastri endar. Endi Verstappen í öðru sæti þarf hann að vona að Norris endi í áttunda sæti eða neðar og Piastri þriðja sæti eða neðar. Fari svo að Verstappen ljúki kappakstrinum í þriðja sæti verður hann að treysta á að Lando Norris endi í níunda sæti eða neðar og að Piastri vinni ekki kappaksturinn. Svona verður Max Verstappen heimsmeistari: Vísir/Grafík Oscar Piastri (3.sæti í stigakeppni 16 stigum á eftir Norris) Piastri verður að enda í einu af efstu tveimur sætum kappaksturinn í Abu Dhabi til þess að eiga möguleika á því að vinna sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Fari svo að hann vinni kappaksturinn verður Piastri að vona að Norris endi í sjötta sæti eða neðar og þá skiptir ekki máli hvar Verstappen lýkur keppni. Endi Piastri í öðru sæti þarf hann að treysta á að Norris endi í tíunda sæti eða utan stigasætis og að Verstappen endi ekki á verðlaunapalli. Svona verður Oscar Piastri heimsmeistari: Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins í Abu Dhabi verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay og hefst upphitun fyrir hana klukkan hálf eitt, keppnin sjálf hefst klukkan eitt.
Stigagjöf í Formúlu 1 1.sæti færir þér 25 stig2.sæti færir þér 18 stig3.sæti færir þér 15 stig4.sæti færir þér 12 stig5.sæti færir þér 10 stig6.sæti færir þér 8 stig7.sæti færir þér 6 stig8.sæti færir þér 4 stig9.sæti færir þér 2 stig10.sæti færir þér 1 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira