Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 5. desember 2025 12:32 Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Samkeppni við erlenda tæknirisa er hörð og baráttan um auglýsingatekjur hefur aldrei verið jafn mikil. Á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar róa lífróður, og starfsmönnum þeirra fækkar verulega, blasir við annar veruleiki hjá Ríkisútvarpinu (RÚV). Það er nauðsynlegt að leiðrétta ýmsar rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um fjármögnun ríkisfjölmiðilsins og horfa raunsætt á þá samkeppnisskekkju sem ríkir á markaðnum. Mýtan um fjársvelti RÚV Á heimasíðu RÚV er því haldið fram að þjónustutekjur stofnunarinnar hafi lækkað mikið að raunvirði og að „útvarpsgjaldið“ sé með því lægsta sem þekkist. Þessar fullyrðingar standast ekki skoðun þegar gögnin eru rýnd. Eftir breytingar á lögum um opinber fjármál árið 2015 var mörkun tekna afnumin. Hið svokallaða útvarpsgjald rennur nú beint í ríkissjóð, líkt og aðrir skattar, en rekstrarframlag RÚV er ákvarðað á fjárlögum hverju sinni. Staðreyndin er sú að rekstrarframlag ríkisins til RÚV hefur hækkað verulega. Árið 2016 var framlagið 3,6 milljarðar króna, en í fjárlögum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir 6,45 milljörðum króna. Þegar tölurnar eru uppreiknaðar til verðlags í desember 2024 nemur raunhækkun rekstrarframlagsins rúmlega 23% frá árinu 2016. Á sama tíma hefur framlagið á hvern landsmann fylgt mannfjöldaþróun. Tal um fjársvelti á því ekki við rök að styðjast. Eini ríkisfjölmiðillinn í virkri samkeppni Ofan á aukin ríkisframlög hefur RÚV verulegar tekjur af samkeppnisrekstri. Talið er að RÚV hafi selt auglýsingar fyrir tæpa 27 milljarða króna á árunum 2016–2025, sé miðað við verðlag ársins 2025. Ísland sker sig úr í norrænum samanburði. Hérlendis eru umsvif ríkisfjölmiðilsins þau mestu á Norðurlöndum. Eins og sjá má á mynd hér fyrir neðan hefur RÚV 27% hlutdeild af heildartekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði (auglýsingatekjur og framlag ríkis) en hlutfallið er að jafnaði 10% á öðrum Norðurlöndum (eingöngu framlag ríkis). Þá er RÚV eini norræni ríkismiðillinn sem er með tvöfalt fjármögnunarlíkan, þ.e. með vaxandi opinber framlög og í virkri samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði. Leiðin fram á við Einkareknir fjölmiðlar hafa dregist saman og starfsmönnum þeirra fækkað um 69% frá árinu 2008. Á sama tíma hefur hlutdeild innlendra einkamiðla í auglýsingatekjum hrapað úr 81% í 42%, á meðan erlendir tæknirisar hafa tekið til sín stóran skerf. Til að tryggja fjölbreytta og öfluga fjölmiðlun á Íslandi þarf að grípa til aðgerða sem taka á rót vandans en eru ekki bara plástrar: Takmarka þarf fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði: Krafan er að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingmarkaði og grípa til raunverulegra takmarkana, sem myndi færa umhverfið nær því sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum og auka tekjumöguleika einkarekinna miðla. RÚV er eini ríkismiðillinn á Norðurlöndum sem fær greidd opinber framlög og hefur heimild til auglýsingasölu.Reynslan hefur leitt í ljós að þar duga ekki góð áform í viðauka við þjónustusamning RÚV og ráðuneytis málaflokksins frá 2023. RÚV hefur einfaldlega virt þau að vettugi. Í viðaukanum kemur m.a. fram: „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu. Unnið verður að útfærslu stafrænna lausna sem gera viðskiptavinum kleift að panta auglýsingar á netinu.“ Ekkert af þessu hefur raungerst. Þvert á móti hafa umsvif RÚV stóraukist og ekkert bólar á útfærslu stafrænna lausna. Lærdómur frá Noregi: Við getum litið til Noregs í leit að heilbrigðara fyrirkomulagi. Þar styður ríkið við einkarekna miðla með framleiðslustyrkjum upp á rúmlega 400 milljónir norskra króna árlega. Mikilvægur munur liggur þó í samningi norska ríkisins við sjónvarpsstöðina TV2. Sá samningur felur í sér hámarksgreiðslu frá ríkinu (150 milljónir NOK á ári) gegn því að TV2 sinni skilgreindum hlutverkum, svo sem fréttaþjónustu og barnaefni. Að öðru leyti aflar TV2 sinna tekna á markaði án beinna ríkisstyrkja. Hér á landi fær RÚV hins vegar það besta úr báðum sviðsmyndum; ríkisstyrki sem eru tólffalt hærri en allir styrkir til einkarekinna fjölmiðla til samans, og fulla hlutdeild á auglýsingamarkaði. Einkareknum miðlum er svo skammtað úr hnefa: Jafnræði í regluverki: Afnema þarf óþarfa takmarkanir á innlenda miðla, sem erlendar efnisveitur og samfélagsmiðlar þurfa ekki að hlíta. Markmiðið er ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja að hér geti þrifist heilbrigður fjölmiðlamarkaður þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Núverandi kerfi, þar sem ríkisstyrktur aðili tekur til sín stóran hluta auglýsingamarkaðarins, gengur einfaldlega ekki upp. Niðurlag: Í dag fer fyrir ríkisstjórn aðgerðarpakki sem ætlað er að styrkja stöðu einkarekinna miðla. Ég leyfi mér að hrósa núverandi ráðherra málaflokksins fyrir að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er. Fyrirrennarar hans til áratuga hafa heilt yfir sofið fljótandi að feigðarósi. Hvort hinar boðuðu aðgerðir reynist plástrar eða ráðist að rót vandans mun svo koma í ljós. Komið er að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Ég treysti því að hinn boðaði aðgerðarpakki skapi í það minnsta grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggir á gögnum og staðreyndum. Öll þróuð lýðræðisríki vilja að sjálfstæðir einkareknir fjölmiðlar, sem veita ríkjandi valdhöfum aðhald, búi við lífvænlegan og traustan starfsgrundvöll. Höfundur er forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herdís Dröfn Fjeldsted Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Samkeppni við erlenda tæknirisa er hörð og baráttan um auglýsingatekjur hefur aldrei verið jafn mikil. Á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar róa lífróður, og starfsmönnum þeirra fækkar verulega, blasir við annar veruleiki hjá Ríkisútvarpinu (RÚV). Það er nauðsynlegt að leiðrétta ýmsar rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um fjármögnun ríkisfjölmiðilsins og horfa raunsætt á þá samkeppnisskekkju sem ríkir á markaðnum. Mýtan um fjársvelti RÚV Á heimasíðu RÚV er því haldið fram að þjónustutekjur stofnunarinnar hafi lækkað mikið að raunvirði og að „útvarpsgjaldið“ sé með því lægsta sem þekkist. Þessar fullyrðingar standast ekki skoðun þegar gögnin eru rýnd. Eftir breytingar á lögum um opinber fjármál árið 2015 var mörkun tekna afnumin. Hið svokallaða útvarpsgjald rennur nú beint í ríkissjóð, líkt og aðrir skattar, en rekstrarframlag RÚV er ákvarðað á fjárlögum hverju sinni. Staðreyndin er sú að rekstrarframlag ríkisins til RÚV hefur hækkað verulega. Árið 2016 var framlagið 3,6 milljarðar króna, en í fjárlögum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir 6,45 milljörðum króna. Þegar tölurnar eru uppreiknaðar til verðlags í desember 2024 nemur raunhækkun rekstrarframlagsins rúmlega 23% frá árinu 2016. Á sama tíma hefur framlagið á hvern landsmann fylgt mannfjöldaþróun. Tal um fjársvelti á því ekki við rök að styðjast. Eini ríkisfjölmiðillinn í virkri samkeppni Ofan á aukin ríkisframlög hefur RÚV verulegar tekjur af samkeppnisrekstri. Talið er að RÚV hafi selt auglýsingar fyrir tæpa 27 milljarða króna á árunum 2016–2025, sé miðað við verðlag ársins 2025. Ísland sker sig úr í norrænum samanburði. Hérlendis eru umsvif ríkisfjölmiðilsins þau mestu á Norðurlöndum. Eins og sjá má á mynd hér fyrir neðan hefur RÚV 27% hlutdeild af heildartekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði (auglýsingatekjur og framlag ríkis) en hlutfallið er að jafnaði 10% á öðrum Norðurlöndum (eingöngu framlag ríkis). Þá er RÚV eini norræni ríkismiðillinn sem er með tvöfalt fjármögnunarlíkan, þ.e. með vaxandi opinber framlög og í virkri samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði. Leiðin fram á við Einkareknir fjölmiðlar hafa dregist saman og starfsmönnum þeirra fækkað um 69% frá árinu 2008. Á sama tíma hefur hlutdeild innlendra einkamiðla í auglýsingatekjum hrapað úr 81% í 42%, á meðan erlendir tæknirisar hafa tekið til sín stóran skerf. Til að tryggja fjölbreytta og öfluga fjölmiðlun á Íslandi þarf að grípa til aðgerða sem taka á rót vandans en eru ekki bara plástrar: Takmarka þarf fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði: Krafan er að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingmarkaði og grípa til raunverulegra takmarkana, sem myndi færa umhverfið nær því sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum og auka tekjumöguleika einkarekinna miðla. RÚV er eini ríkismiðillinn á Norðurlöndum sem fær greidd opinber framlög og hefur heimild til auglýsingasölu.Reynslan hefur leitt í ljós að þar duga ekki góð áform í viðauka við þjónustusamning RÚV og ráðuneytis málaflokksins frá 2023. RÚV hefur einfaldlega virt þau að vettugi. Í viðaukanum kemur m.a. fram: „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu. Unnið verður að útfærslu stafrænna lausna sem gera viðskiptavinum kleift að panta auglýsingar á netinu.“ Ekkert af þessu hefur raungerst. Þvert á móti hafa umsvif RÚV stóraukist og ekkert bólar á útfærslu stafrænna lausna. Lærdómur frá Noregi: Við getum litið til Noregs í leit að heilbrigðara fyrirkomulagi. Þar styður ríkið við einkarekna miðla með framleiðslustyrkjum upp á rúmlega 400 milljónir norskra króna árlega. Mikilvægur munur liggur þó í samningi norska ríkisins við sjónvarpsstöðina TV2. Sá samningur felur í sér hámarksgreiðslu frá ríkinu (150 milljónir NOK á ári) gegn því að TV2 sinni skilgreindum hlutverkum, svo sem fréttaþjónustu og barnaefni. Að öðru leyti aflar TV2 sinna tekna á markaði án beinna ríkisstyrkja. Hér á landi fær RÚV hins vegar það besta úr báðum sviðsmyndum; ríkisstyrki sem eru tólffalt hærri en allir styrkir til einkarekinna fjölmiðla til samans, og fulla hlutdeild á auglýsingamarkaði. Einkareknum miðlum er svo skammtað úr hnefa: Jafnræði í regluverki: Afnema þarf óþarfa takmarkanir á innlenda miðla, sem erlendar efnisveitur og samfélagsmiðlar þurfa ekki að hlíta. Markmiðið er ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja að hér geti þrifist heilbrigður fjölmiðlamarkaður þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Núverandi kerfi, þar sem ríkisstyrktur aðili tekur til sín stóran hluta auglýsingamarkaðarins, gengur einfaldlega ekki upp. Niðurlag: Í dag fer fyrir ríkisstjórn aðgerðarpakki sem ætlað er að styrkja stöðu einkarekinna miðla. Ég leyfi mér að hrósa núverandi ráðherra málaflokksins fyrir að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er. Fyrirrennarar hans til áratuga hafa heilt yfir sofið fljótandi að feigðarósi. Hvort hinar boðuðu aðgerðir reynist plástrar eða ráðist að rót vandans mun svo koma í ljós. Komið er að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Ég treysti því að hinn boðaði aðgerðarpakki skapi í það minnsta grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggir á gögnum og staðreyndum. Öll þróuð lýðræðisríki vilja að sjálfstæðir einkareknir fjölmiðlar, sem veita ríkjandi valdhöfum aðhald, búi við lífvænlegan og traustan starfsgrundvöll. Höfundur er forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun