Enski boltinn

Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fót­bolta­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ruesha Littlejohn hjá Crystal Palace reynir hér að stöðva íslensku landsliðskonunan Hlín Eiriksdóttur í leiknum umrædda á móti Leicester City.
Ruesha Littlejohn hjá Crystal Palace reynir hér að stöðva íslensku landsliðskonunan Hlín Eiriksdóttur í leiknum umrædda á móti Leicester City. Getty/Stuart Leggett

Knattspyrnukonan Ruesha Littlejohn hefur verið dæmd í fimm leikja bann eftir rauða spjaldið sem hún fékk gegn Leicester í enska deildabikarnum á dögunum.

Henni var vísað af velli fyrir að grípa í mótherja Hannah Cain og snúa hana niður eins og hún væri MMA-bardagahetja. Fyrir það fékk hún beint rautt spjald og það er venjulega þriggja leikja bann.

Enska knattspyrnusambandið taldi það þó ekki nægilega refsingu og aganefnd féllst á það og lengdi bannið í fimm leiki. Crystal Palace missir því lykilmann af miðjunni á mikilvægum kafla með þéttri leikjadagskrá.

Littlejohn fékk rautt spjald á 58. mínútu í deildabikarleik B-deildarliðsins þann 23. nóvember síðastliðinn fyrir „ofbeldisfulla hegðun“. Bannið þýðir að írski landsliðsmaðurinn mun missa af deildarleikjum gegn Birmingham City, Bristol City og Sheffield United; leik gegn Lewes í enska bikarnum; og leik gegn Arsenal í næstu umferð deildabikarsins.

Eftir að leikur hafði verið stöðvaður í kjölfar átaka milli leikmanna sást hin 35 ára gamla falla til jarðar með handlegginn um háls Hannah Cain, framherja Leicester.

Littlejohn gekk til liðs við B-deildarlið Palace í sumar á eins árs samningi, eftir fall þeirra úr ensku úrvalsdeild kvenna. Hún er mikill reynslubolti, hefur leikið 91 landsleik og spilað með liðum á borð við Arsenal, Liverpool, Celtic og Aston Villa á átján ára ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×