Handbolti

Eyja­menn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í októ­ber

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinn José Rivera spilaði vel fyrir Eyjamenn í Garðabænum.
Sveinn José Rivera spilaði vel fyrir Eyjamenn í Garðabænum. Vísir/Jón Gautur

ÍBV sótti tvö stig í Garðabæinn í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV vann þá sjö marka sigur á Stjörnunni, 29-22.

ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og var skrefinu á undan allan leikinn.

Þetta var annar deildarsigur Eyjamanna í röð sem hafði ekki gerst síðan þeir unnu KA og Aftureldingu í samliggjandi leikjum í október.

Sveinn José Rivera og Daníel Þór Ingason voru markahæstir hjá ÍBV með sex mörk og Dagur Arnarsson skoraði fimm mörk.

Ísak Logi Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna og Starri Friðriksson var með fjögur mörk.

Eins og sést á tölunum þá var varnarleikur Eyjamann gríðarlega öflugur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×