Lífið

Slags­málin tengd hrósi, ekki fram­hjá­haldi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Solange Knowles, Beyonce og Jay-Z. Myndin er tekin árið 2006, átta árum fyrir slagsmálin.
Frá vinstri: Solange Knowles, Beyonce og Jay-Z. Myndin er tekin árið 2006, átta árum fyrir slagsmálin. Getty/Jeff Kravitz

Fatahönnuður segir slagsmál rapparans Jay-Z og mágkonu hans, Solange Knowles, ekki tengjast meintu framhjáhaldi, heldur hafi Solange orðið ósátt með það þegar Jay-Z hrósaði kjól annarrar konu. 

Page Six greinir frá þessu. Þar segir að Oscar G. Lopez, fatahönnuður, hafi tjáð fjölmiðlum að Jay-Z, réttu nafni Shawn Carter, hafi hrósað kjóli sem hann hannaði og annar tískuhönnuður, Rachel Roy, klæddist í Met Gala-veislunni árið 2014. 

Solange var ósátt með ummælin og fannst henni Carter gera lítið úr systur sinni, Beyonce Knowles, með þeim. Hún réðst á hann í lyftu í eftirpartýi og myndband af slagsmálunum var lekið til fjölmiðla. 

Upphaflega var talið að Carter hefði verið að halda framhjá Beyonce með Roy, en Lopez vill meina að svo sé ekki. Hann hafi eingöngu hrósað henni fyrir kjólinn. 

Carter hélt samt sem áður fram hjá Beyoncé, bara ekki með Roy. Í tónlist bæði hans og Beyonce hafa þau fjallað um konu sem kölluð er „Becky“ sem var hjákona Carter. Hver Becky er í raun og veru er því ekki ljóst. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.