Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar 7. desember 2025 09:03 Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar