„Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. desember 2025 21:32 Arne Slot var svekktur eftir 3-3 jafntefli kvöldsins. Getty/Molly Darlington „Úff. Það er vantrúartilfinning,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um líðan sína eftir 3-3 jafntefli við Leeds United í hreint ótrúlegum fótboltaleik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool komst 2-0 yfir í leiknum og var með full tök þegar Ibrahima Konaté fór í illa ígrundaða tæklingu innan teigs, Leeds fékk víti og komst á bragðið. „Við spiluðum nokkuð vel og stundum mjög vel. Við komumst 2-0 yfir, vorum í engum vandræðum og þeir sköpuðu ekkert. Þar til við brjótum á augnabliki þar sem er ekki einu sinni færi og þeir fá víti upp úr því,“ segir Slot. „Fyrsta færið þeirra var svo 2-2 en við komumst aftur yfir og þá heldur maður að það sé búið að gera nóg. En svo er það fast leikatriði sem leiðir til 3-3.“ Jöfnunarmarkið kom eftir fast leikatriði sem hefur reynst Liverpool erfitt að verjast á leiktíðinni. „Þetta er tíunda eða ellefta skiptið sem við fáum á okkur mark úr föstu leikatriði á þessu tímabili. Þegar þú færð á þig svona mörg þannig mörk geturðu ekki verið mikið ofar í töflunni en þar sem við erum. Þetta er sérlega svekkjandi fyrir leikmennina,“ „Við fáum á okkur mörk án þess að hinir skapi færi. En við á móti þurfum að vinna svo mikið fyrir okkar mörkum. Við áttum fleiri augnablik þar sem við hefðum getað skorað. En það er mjög erfitt að spila fótboltaleik þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi,“ „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um. Þetta er staðan sem við erum í,“ segir Slot. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Liverpool komst 2-0 yfir í leiknum og var með full tök þegar Ibrahima Konaté fór í illa ígrundaða tæklingu innan teigs, Leeds fékk víti og komst á bragðið. „Við spiluðum nokkuð vel og stundum mjög vel. Við komumst 2-0 yfir, vorum í engum vandræðum og þeir sköpuðu ekkert. Þar til við brjótum á augnabliki þar sem er ekki einu sinni færi og þeir fá víti upp úr því,“ segir Slot. „Fyrsta færið þeirra var svo 2-2 en við komumst aftur yfir og þá heldur maður að það sé búið að gera nóg. En svo er það fast leikatriði sem leiðir til 3-3.“ Jöfnunarmarkið kom eftir fast leikatriði sem hefur reynst Liverpool erfitt að verjast á leiktíðinni. „Þetta er tíunda eða ellefta skiptið sem við fáum á okkur mark úr föstu leikatriði á þessu tímabili. Þegar þú færð á þig svona mörg þannig mörk geturðu ekki verið mikið ofar í töflunni en þar sem við erum. Þetta er sérlega svekkjandi fyrir leikmennina,“ „Við fáum á okkur mörk án þess að hinir skapi færi. En við á móti þurfum að vinna svo mikið fyrir okkar mörkum. Við áttum fleiri augnablik þar sem við hefðum getað skorað. En það er mjög erfitt að spila fótboltaleik þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi,“ „Við getum aðeins kennt okkur sjálfum um. Þetta er staðan sem við erum í,“ segir Slot. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira