Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 09:04 Salah fékk ekki að stíga á völlinn í leik gærkvöldsins og lýsti yfir óánægju sinni eftir leik. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“ Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira