Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 09:34 Hermenn birtust á skjám landsmanna í Benín og sögðust hafa rænt völdum. Skjáskot Hópur hermanna reyndi að taka völd í eigin hendur í Benín í morgun en ríkisstjórnarliðar segjast hafa stöðvað valdaránstilraunina. Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni. Benín Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni.
Benín Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira