„Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 09:01 Arne Slot með Ibrahima Konate á meðan allt lék í lyndi hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira
Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira