Enski boltinn

Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes og Matheus Cunha fagna saman einu af fjórum mörkum Manchester United í gærkvöldi.
Bruno Fernandes og Matheus Cunha fagna saman einu af fjórum mörkum Manchester United í gærkvöldi. Getty/Alex Pantling

Manchester United vann sannfærandi stórsigur á botnliði Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í lokaleik fimmtándu umferðar.

Bruno Fernandes skoraði tvö mörk og þeir Bryan Mbeumo og Mason Mount voru með eitt mark hvor í 4-1 sigri.

Jean-Richer Bellegarde jafnaði reyndar metin í 1-1 með fyrsta marki Úlfanna í 540 mínútur en United jafnaði sig á sig því og landaði öruggum sigri.

Með þessum sigri þá komustu United-menn upp í sjötta sæti deildarinnar en liðið hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum og skorað í þeim sjö mörk.

Hér fyrir neðan má sjá öll fimm mörkin úr leiknum í gærkvöldi.

Klippa: Mörkin úr leik Wolves og Manchester United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×