Enski boltinn

Luke Littler fagnaði vel meðal stuðnings­manna Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Luke Littler og öðrum stuðningsmönnum Manchester United þegar liðið vann góðan sigur á Úlfunum á Molineux-leikvanginum í gærkvöldi.
Það var gaman hjá Luke Littler og öðrum stuðningsmönnum Manchester United þegar liðið vann góðan sigur á Úlfunum á Molineux-leikvanginum í gærkvöldi. Getty/Alex Pantling

Heimsmeistarinn í pílukasti kom sér í gírinn fyrir komandi heimsmeistaramót með því að skella sér á fótboltaleik í gærkvöldi.

Luke „The Nuke“ Littler er harður stuðningsmaður Manchester United og hann var mættur á Molineux-leikvanginum þar sem Manchester United vann 4-1 sigur og komst upp í sjötta sæti deildarinnar.

„Fyrsti útileikurinn og þvílík úrslit. Slaka á í nokkra daga núna og svo er það heimsmeistaramótið á fimmtudaginn,“ skrifaði Littler á samfélagsmiðla sína og setti hann mynd af sér í miðjum stuðningsmannahóp Manchester United að fagna einu af fjórum mörkum liðsins.

Heimsmeistaramótið í pílukasti verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay en þar á Littler titil að verja.

Í fyrra varð hann yngsti heimsmeistari sögunnar og í haust komst hann í efsta sæti heimslistans enda hefur hann raðað inn sigrunum á þessu ári. Það eru því miklar væntingar gerðar til hans á þessu heimsmeistaramóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×