Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar 9. desember 2025 14:33 Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun